Kaldur ruðningur úr vestri?

Ástæða er reyndar fyrir spurningarmerkinu í fyrirsögninni. Aðallega vegna þess að loftið sem um ræðir er ekki svo óskaplega kalt - eða verður það ekki þegar hingað er komið. Aftur á móti hefur verið óvenjuhlýtt upp á síðkastið. Apríl það sem af er sá næsthlýjasti á öldinni og reyndar ekki margir í fortíðinni hlýrri heldur. 

Því má segja að vorið hafi nú um tíma farið nokkuð fram úr sér og boðið upp á hita sem venjulegur er um og eftir miðjan maí. Það eru því viðbrigði fari hitinn niður í meðallag eða jafnvel lítillega undir það. Tilfinningin er því sú að kalt sé í veðri.

En lítum á stöðuna eins og evrópureiknimiðstöðin stingur upp á að hún verði síðdegis á laugardag 28.apríl.

w-blogg270418a

Hér eru jafnhæðarlínur heildregnar en þykkt sýnd í lit. Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs, því meiri sem hún er því hlýrra er loftið. Meðalþykkt um miðjan apríl er um 5290 metrar yfir landinu - á mörkum grænu og bláu litanna. Um miðjan maí er hún hins vegar komin upp í 5350 metra. Þetta segir okkur að á laugardaginn verði þykkt lítillega undir meðallagi. 

Leifar kuldapollsins Stóra-Bola eru hér vestan Grænlands og eiga víst (sé að marka spár) að senda afleggjara í átt til okkar - þá í gervi einskonar útsynnings. Þykktin fer þá neðar - jafnvel niður undir 5200 metra þegar kaldast verður eftir helgina - sem er reyndar svo algengt í maí að varla telst til tíðinda (teldust frekar tíðindi í júní). 

Ætli við sættumst ekki á að flytja spurningarmerkið framar í fyrirsögnina og breytum henni í „Kaldur (?) ruðningur úr vestri“. 


Bloggfærslur 27. apríl 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 1496
  • Frá upphafi: 2348741

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1302
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband