Hlýr dagur í Reykjavík (og víðar)

Hámarkshiti fór í 13,6 stig í Reykjavík í dag. Sýnist ritstjóra hungurdiska það vera næsthæsti hiti sem mælst hefur svo snemma árs þar á bæ. Hæsta talan er 14,2 stig sem komu í „hitabylgjunni“ miklu í marslok 1948. Ritstjórinn var minntur á það að þetta sé líka í fyrsta skipti sem hiti fari í 10 stig í Reykjavík á árinu 2018 og að 172 dagar séu liðnir frá síðustu 10 stigum (25. október). Hann var jafnframt spurður að því hvort þetta væri óvenjulangur tími á milli tíustiga og hvenær slíkt tíustigaleysi hefði lengst orðið.

Auðvelt er að svara þessum spurningum fyrir það tímaskeið sem samfelldar hámarksmælingar hafa staðið í Reykjavík. Þær hófust samfellt í maí 1920, eru reyndar líka til eldri en meira verk er að fara í gegnum þau gögn - og verður ekki gert að sinni. 

Fjöldi samfelldra daga án 10 stiga er nokkuð yfir meðallagi hér í Reykjavík að þessu sinni (veturinn 2017 til 2018), 15 ofan þess, en þó langt frá því að teljast óvenjulegur. Á þeim 98 árum sem samfelldar mælingar hafa staði hefur þessi tími verið lengri en nú 40 sinnum (41 prósent vetra), lengstur 1923-1924, 248 dagar - frá 9. september 1923 til og með 13. maí 1924. Næstlengstur var þessi tími 1986-1987, 222 dagar. Veturinn 2014-2015 var hann nánast sami og nú, 173 dagar, en síðast var hann áberandi lengri en nú 2000-2001, 193 dagar.

Meðaltal 98 ára er 157 dagar, en meðaltal síðustu tíu ára er aðeins 124 dagar - þannig að viðbrigði eru nokkur.   

Í viðhenginu er listi yfir lengd lengsta tíustigalausa tímabil hvers vetrar frá og með 1920 til 1921 til og með 2017 til 2018. Þar sem listinn var tekinn saman á nokkrum mínútum er rétt að taka hann ekki sem endanlegan sannleika málsins. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 17. apríl 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 104
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 1853
  • Frá upphafi: 2348731

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 1624
  • Gestir í dag: 85
  • IP-tölur í dag: 85

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband