Nú andar suðrið (vonandi)

Talsvert hlýindahljóð er nú í reiknimiðstöðvum (hvað sem það svo endist) og líkur á að næstu tíu dagar verði nokkru hlýrri hér á landi en verið hefur að undanförnu. Ekki eru þau hlýindi þó alveg eindregin. Hita er spáð vel yfir meðallagi þessa viku og kortið hér að neðan sýnir hugmynd evrópureiknimiðstöðvarinnar um þá næstu, dagana 16. til 22. apríl. 

w-blog100418a

Heildregnu línurnar sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins vikuna þá. Háloftaáttin greinilega suðlæg. Þykktin er sýnd sem daufar strikalínur, en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Litir sýna vik þykktarinnar frá meðallagi árstímans. Megnið af Íslandi er í litabili sem sýnir þykkt 80 til 100 metra yfir meðallagi, það eru 4 til 5 stig ofan meðallags. Í mannheimum verða vikin að vísu varla svo stór - talsverður varmi fer í að takast á við bráðnandi snjó og jarðklaka - auk þess sem uppgufun tekur sitt. 

En fái vindar að blása eitthvað og sól að skína getur hiti að deginum alveg farið vel upp fyrir 10 stig - það þykir gott á þessum árstíma. - Það er því vonandi að við fáum að sjá góða vordaga - en sumardagar láta væntanlega eitthvað bíða eftir sér eins og venjulega. 

Sumardaginn fyrsta ber upp á 19. apríl í ár - hvort hlýindin endast eitthvað fram yfir hann skal ósagt látið. 


Bloggfærslur 10. apríl 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 223
  • Sl. sólarhring: 304
  • Sl. viku: 1797
  • Frá upphafi: 2350424

Annað

  • Innlit í dag: 151
  • Innlit sl. viku: 1600
  • Gestir í dag: 146
  • IP-tölur í dag: 145

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband