Kuldaleg vika (ađ sögn evrópureiknimiđstöđvarinnar)

Spá evrópureiknimiđstöđvarinnar fyrir nćstu 7 daga er afskaplega kuldaleg. 

w-blogg050318a

Kortiđ sýnir međalhćđ 500 hPa-flatarins (heildregnar línur), međalţykkt (strikalínur) og ţykktarvik (litir) dagana 5. til 11. mars. Fjólublái liturinn segir ađ hiti í neđri hluta veđrahvolfs verđi 5 til 6 stigum undir međallagi árstímans. Í mannheimum verđa vikin minni - viđ sjávarsíđuna ađ minnsta kosti. 

Gríđarleg hlýindi eru hins vegar vestan Grćnlands. Međalvindátt í háloftunum stendur af Grćnlandi og er vindur ekki stríđur. Hvert smálćgđardragiđ á fćtur öđru kemur međ norđvestanáttinni. Ţađ er ekki ţćgileg stađa, en samt virđist sem ađ engin sérstök illviđri séu í pípunum - alla vega ekki á landsvísu. En líklega er best ađ fjölyrđa sem minnst um ţađ - norđvestanáttin er afskaplega svikul átt. 

Sé ţessi spá rétt verđur ađ telja harla ólíklegt ađ landiđ suđvestanvert sleppi alveg viđ snjókomu alla vikuna - ţađ er nćgilega kalt til ţess ađ sjór og loft búi í sameiningu til einhverjar éljalćgđir eđa bakka - auk ţess sem lćgđardrögin sem koma yfir Grćnland ýta undir slíkt ţó ţau virđist ekki öflug. 

Eins og sjá má virđist sem versti kuldinn hafi yfirgefiđ meginland Evrópu - og einnig Bretland ađ miklu leyti. 


Heldur óskipulegt

Viđ gjóum augum á gervihnattamynd kvöldsins (sunnudag 4. mars).

avhrr_180304_2232

Heldur er skýjafar óskipulegt - ákveđin norđaustanáttin sér ţó til ţess ađ vel hreinsar frá landinu suđvestan- og vestanverđu. En sé fariđ ađ rýna í má sjá sitthvađ athyglisvert. Ţarna eru nokkrir hvítir háskýjaflókar - sá sem er neđst til hćgri er reglulegastur, er jađar á lćgđasvćđi yfir Bretlandseyjum og Norđursjó.

Lengst til vinstri eru tćtingsleg háský sem koma úr norđvestri yfir Grćnland - en viđ Suđaustur- og Austurland eru ađrar breiđur, báđar á leiđ til suđurs og suđvesturs. Spár segja okkur ađ ţćr tengist lćgđardragi sem er ađ myndast á ţessum slóđum. Ţađ á ađ verđa ađ lćgđ nokkuđ fyrir sunnan land - en jafnframt á ţađ ađ slengja skottinu vestur yfir landiđ - međ hugsanlegri snjókomu um stund í austan- og norđaustanátt um landiđ sunnanvert annađ kvöld eđa ađra nótt. Norđaustanlands heldur éljagangur eđa snjókoma áfram. 


Bloggfćrslur 5. mars 2018

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Des. 2018
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg121218d
 • w-blogg121218c
 • w-blogg121218b
 • w-blogg121218a
 • w-blogg111218a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (13.12.): 269
 • Sl. sólarhring: 343
 • Sl. viku: 2469
 • Frá upphafi: 1719800

Annađ

 • Innlit í dag: 242
 • Innlit sl. viku: 2206
 • Gestir í dag: 229
 • IP-tölur í dag: 216

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband