Af árinu 1833

Nú förum viđ enn lengra aftur í tíma en viđ höfum áđur gert á ţessum vettvangi, til ársins 1833. Í fljótu bragđi virđist sem ađ ekki sé miklar fréttir ađ hafa af veđri frá ţví ári. Ţorvaldur Thoroddsen er óvenjustuttorđur í umfjöllun sinni og byggir langmest á yfirliti sem birtist í Skírni 1834, en nefnir líka tíđarvísur séra Jóns Hjaltalín sem heimild. 

En ţađ er meira. Hiti var mćldur á fjórum stöđum á landinu ţetta ár. Jón Ţorsteinsson var einmitt ađ flytja mćlingar sína (og ađsetur) úr Nesi viđ Seltjörn inn í Reykjavík. Ţađ var 18. október sem hann flutti, líklega í hús sem stóđ ţar sem nú er Ránargata - [Doktorshús] en er ţar ekki lengur. Sömuleiđis athugađi Páll Melsteđ (Ţórđarson) allt áriđ á Ketilsstöđum á Völlum. mćldi hita og loftţrýsting eins og Jón auk ţess ađ lýsa veđri stuttaralega. Grímur Jónsson amtmađur á Möđruvöllum athugađi einnig ţar til í lok júní - en ađeins tölur hafa varđveist - engar ađrar upplýsingar um veđur. Grímur flutti ţá til Danmerkur, en kom aftur til Möđruvalla 1842 - og lenti ţar í leiđindum sem kunnugt er. Sveinn Pálsson mćldi í Vík í Mýrdal - nokkuđ stopult ađ vanda og seint í ágúst brotnađi hitamćlir hans (hann fékk nýjan í janúar áriđ eftir). Svo er ađ skilja ađ eitthvađ hafi fokiđ á hann og brotiđ. 

Fáeinar samfelldar veđurdagbćkur eru einnig til frá ţessu ári. Tvćr voru haldnar í Eyjafirđi, önnur af Ólafi Eyjólfssyni á Uppsölum í Öngulstađahreppi, en hin inni á Möđrufelli í sömu sveit af Séra Jóni Jónssyni. Sveinn Pálsson náttúrufrćđingur og lćknir í Vík í Mýrdal hélt einnig veđurbók ţetta ár. Sjálfsagt hafa fleiri gert ţađ ţó ţau skrif hafi ekki komiđ fyrir augu ritstjóra hungurdiska. Veđurbćkur ţeirra Jóns og Sveins eru erfiđar aflestrar. 

Annálar eru líka fleiri en einn. Ađgengilegastur er svonefndur Brandstađaannáll, ritađur af Birni Bjarnasyni sem lengst af var bóndi á Brandstöđum í Blöndudal, en bjó ţó árin 1822 til 1836 á Guđrúnarstöđum í Vatnsdal. Björn segir margt af veđri í annál sínum sem hefur veriđ prentađur og gefinn út í heild.  

Séra Pétur Guđmundsson prestur (og veđurathugunarmađur) í Grímsey tók saman annál 19.aldar og náđi hann frá upphafi hennar fram til um 1880, en var prentađur og gefinn út smátt og smátt fyrir 70 til 90 árum. Annáll Péturs er mjög gagnlegur sérstaklega vegna ţess ađ hann hafđi undir höndum eitthvađ af samantektum sem ekki eru á hvers manns borđi nú - en munu samt vera til í skjalasöfnum. 

ar_1833t

Lítum fyrst á yfirlit Skírnis um áriđ 1833, en ţađ birtist í 8. árgangi hans 1834 (s60):

Á Íslandi var árferđ á ţessu tímabili góđ, og almenn velgengni drottnandi, ţegar á allt er litiđ. Veturinn 1833 var einhver enn veđurblíđasti um land allt; voriđ gott nyrđra, og snemmgróiđ, en tirming [oftar ritađ sem tyrming = uppdráttur, vesöld] kom síđan í grasvöxt nokkur af nćturfrostum og kulda, er gekk yfir međ Jónsmessu, og spratt útengi heldur lélega, en tún betur, en vel hirtust töđur manna eystra og víđast nyrđra. Fiskiafli og annar veiđiskapur var lítill nyrđra, og sumstađar engi, en syđra urđu góđir vetrar- og vorhlutir; veđrátta var ţar miđur enn nyrđra, ţó var ţar grasvöxtur vel i međallagi, en töđur hröktust mjög til skemmda af rigningum, en ađ öđru leyti var veđur hlýtt og góđviđri. Skepnuhöld voru um allt land í góđu lagi, og kom peningur snemma í gagn.

Hallgrímur Jónsson á Sveinsstöđum í Húnavatnssýslu virđist, í bréfi sem hann ritar 8. ágúst 1834, telja Skírni hafa veriđ heldur snubbóttan (bréfiđ má finna í Andvara 1973):

Um árferđi ţađ, er Skírnir telur hér á landi á bls. 60, skipti í síđustu viku sumars, eđa ţó fyrri, nefnilega ţann 14. október, ţá snjóhríđ gjörđi víđa međ hafróti og ofsastormi, er braut skip og drap víđa sauđfé manna norđan og vestan lands, ţó mest í Ísafjarđarsýslu. Frá ţeim degi varđ líka haglaust fyrir útigangspening í ýmsum sveitum, og yfir höfuđ var vetur mjög 'ţungur víđa vestan- og hvarvetna norđanlands ... 

Brandsstađaannáll er mikiđ til sammála Skírni - og svo Hallgrími - gerir heldur minna ţó úr júníkuldum en Skírnir - og nefnir 13. október en ekki ţann 14. - sem skiptir auđvitađ engu (blađsíđutöl í prentađri útgáfu í svigum):

Vetur frostalítill, blotasamt, svo ţeir voru 20 komnir međ ţorra. Á honum og góu var oftast stillt veđur, stundum ţíđa, lítill snjór og aldrei haglaust. Eftir jafndćgur vorblíđa. Međ maí kom nćgur gróđur. Mátti ţá túnvinna vera búin. Tvö skammvinn kafaldsköst komu í apríl. Í júní mikill gróđur, svo bifinkolla sást ţann 15. Góđviđri og hitar um lestatímann. Sláttur hófst 15. júlí. Var ţá rekjusamt. 21. júlí, sunnudag, kom víđa ofan í (s108) ţurra töđu, sem lengi hraktist og skemmdist eftir ţađ.

Í ágústbyrjun hirtu allir misjafnt verkađa töđu. Eftir ţađ gćđa heyskapartíđ, oft sterkir hitar, en rigningar litlar, er viđ hélst til 10. okt. Ţann 13. lagđi snjó á fjallbyggđir og heiđar, er ei tók upp um 36 vikur, ţó snöp héldist ţar til jólaföstu. Var ţá langur vetur međ jarđleysi á jólaföstu um Laxárdal og fjallbći, en til lágsveita auđ eđa nćg jörđ til nýárs. Međalveđurlag, en frostamikiđ á jólaföstu. Hrossagrúi safnađist mikill á útigangssveitirnar. Sumir tóku líka sauđi á beit úr hagleysisplássunum. Ársćld var mikil og gagn skepna í besta lagi, (s109) ...

Jarđeplarćktin var nú hjá stöku bćndum í miklum framförum ţessi góđu ár. Í Ási og Ţórormstungu [ţessir bćir eru í Vatnsdal] var ţađ mest, 20-20 tunnur á ţessu ári. (s111)

Ekki gengur ritstjóranum vel ađ lesa dagbók Jóns í Möđrufelli, en sér ţó ađ hann segir janúar hafa veriđ yfirhöfuđ mikiđ góđan mánuđ og febrúar hafi mestallur veriđ ágćtur ađ veđráttu. Júní var mikiđ ţurr og oftast loftkaldur ađ sögn Jóns, júlí mjög ţurr framan af en vćtur síđari partinn. September var góđur yfir höfuđ ađ kalla og nóvember dágóđur. 

Brot úr samtímabréfum stađfesta ţessar lýsingar:

Ingibjörg Jónsdóttir á Bessastöđum segir í bréfi 2. mars:

Vetur hefur veriđ frostalítill en vindasamur. Skriđur hafa falliđ, einkum ţó í Borgarfirđi. Ţó held eg ađ sýslumađur hafi ekki orđiđ undir ţeim. 

Einkennileg athugasemdin um sýslumann, en sýslumađur borgfirđinga var ţá Stefán Gunnlaugsson. Hann byggđi sér reyndar nýtt hús á árinu, í Krossholti utan viđ Akranes - kannski hann hafi orđiđ fyrir einhverju skriđutjóni veturinn 1832 til 1833 ţegar allt kemur til alls? 

Skriđur ţessar féllu reyndar ekki á árinu, heldur fyrir áramót, m.a. á Húsafelli - kannski viđ lítum einhvern tíma til ársins 1832? 

Bjarni Thorarensen segir í bréfi sem dagsett er í Gufunesi 12. september:

Međ nýtingu á heyi hefir á öllu Suđurlandi árađ báglega, en grasvöxtur hefir ţarámóti veriđ í besta lagi. (s213) 

Og Gunnar Gunnarsson í Laufási viđ Eyjafjörđ segir í bréfi sem dagsett er 2. október:

Mikil ţurrviđri ásamt sterkum hita hafa oftar viđvarađ í sumar frammí miđjan ágúst, viđ ţađ skrćlnuđu og brunnu hólatún, svo grasbrestur varđ víđa allmikill. Ţó vegna góđrar nýtingar held eg ađ heita megi ađ heyskapur yfir höfuđ hafi náđ međallagi.

Gunnar skrifar svo 7. febrúar 1834: 

Sérstaklega umhleypingasamt og óstöđugt hefur veđráttufariđ veriđ síđan í haust til ţessa, međ sterkum stormum og áhlaupa hríđarbyljum, ţó sérílagi keyrđi fram úr öllu góđu hófi bćđi međ rigningu og ţaráofan öskukafaldshríđ ţann 14. og 15. október nćstliđinn ţegar Herta fékk slysin – fékk ţá svo margur sveitabóndi stórvćgilegan skađa á skepnum sínum, sem hröktu í vötn og sjó og frusu. Ţó urđu ekki mikil brögđ ađ ţví hér í Norđursýslu, meiri í Eyja- og Skagafjarđar- en mest í Húnavatnssýslum. Jarđbönn hafa sumstađar viđvarađ síđan um veturnćtur, svosem í Bárđardal og víđar fram til dala, sumstađar síđan međ jólaföstu, en almennust hafa ţau veriđ til allra uppsveita, ... 

Hvađa óhapp ţađ var sem henti briggskipiđ Hertu hefur ritstjórinn ekki enn fengiđ upplýst. Frost var ekki mikiđ á veđurstöđvunum tveimur í ţessu októberáhlaupi.  

Gaman er ađ líta á fáeinar tíđarvísur fyrir 1833 eftir Jón Hjaltalín:

Góđa tíđ, er fór nú frá,
Fékk oss vetur bestann
Glóđar lýđi söknuđ sá
Sent ţví getur mestann

Eins var vorsins tíđ ađ tjá
Töm á heppnum sporum,
Meins og horfins fáriđ frá
Flúđi skepnum vorum.

Svelti fár um vagna ver
Vćgđin lýđi gladdi
Velti-ár má heita hér
Horfin tíđ er kvaddi.

...

Blítt var sumar, en gat ei
Yrju viđur spornađ,
Títt ţví gumar hlutu hey
Hirđa miđur ţornađ

Haustdaganna gnýr sem gall
Gripum háđi víđa
Laust svo manna hey um hjall
Hrakning náđi líđa.

Tók oss gripiđ ćgir af
Orku ríkan kvíđa,
Tók út skip, en hjörđ í haf
Hrakti líka víđa.

Ekki flćkjast margir dagar ársins 1833 í ţađ net ritstjóra hungurdiska sem hann notar til ađ veiđa kalda og hlýja daga í Reykjavík. Enginn mjög hlýr dagur (á okkar tíma mćlikvarđa) skilađi sér og ađeins fjórir kaldir. Hiti náđi ţó einu sinni 20 stigum í Reykjavík, ţađ var 7. júlí. Kaldastur var 6. febrúar, líklega kaldasti dagur ársins á landsvísu. Frostiđ í Reykjavík fór í -16 stig, -21 á Ketilsstöđum, ţađ nćstmesta sem ţar mćldist ţau ár sem mćlingarnar stóđu og frostiđ var -24 stig hjá Grími á Möđruvöllum. Sveinn í Vík mćldi -15 stig - ţađ langlćgsta á árinu hjá honum. 

Veđurlýsing Ólafs í Uppsölum er svona 5. til 7. febrúar:

5. febrúar: Norđanhríđ og heljarfrost. 6. febrúar: Sunnankylja og gnístandi frost, heiđríkur fyrst, ţá ţykknandi. 7. febrúar: Kyrrt, fjallabjartur frameftir, ţá norđanhríđ. Mikiđ frost. 

Tveir sérlegir kuldadagar sýna sig í júlí í Reykjavík, 24. og 25. Ţá létti ţar til um stund, lágmarkshiti fór niđur í 2,5 stig ţann 24. og Jón Ţorsteinsson getur ţess ađ frost muni hafa veriđ til fjalla. Nćtur urđu ekki eins kaldar í skýjuđu veđri á Norđur- og Austurlandi og fóru hlýnandi. Ólafur segir ţann 26.: Kyrrt og blítt, stundum regn frameftir, sólskin í bland og mikill hiti. Sunnan áliđiđ. Sveinn getur ekki um kulda. 

Heldur svalt og blautt var í hafátt sunnanlands nćstu daga. Ţrýstingur í Reykjavík fór í 1030,6 hPa ţann 30. júlí, ţađ er ekki mjög algengt, gerist ađeins á 10 til 15 ára fresti ađ jafnađi ađ ţrýstingur á landinu nái 1030 hPa í júlí - og nú eru um 40 ár síđan ţađ gerđist síđast. Ţennan dag 1833 var nokkuđ stríđ suđvestanátt austur á Hérađi og mistur í lofti - vćntanlega sandfok af hálendinu. Daginn eftir fór hiti ţar í 23 stig á R-kvarđa (28,7°C), sá langhćsti sem Páll á Ketilsstöđum mćldi. Ţann dag fór hiti í Reykjavík hćst í rúm 13 stig í suđvestanátt og skúraveđri. Stíf vestanátt var hjá Sveini í Vík hiti um 12 stig.  

Fjórđi sérlegi kuldadagurinn í Reykjavík var 31. ágúst. Ţá segir Ólafur: Sami kuldi og éljaleiđingar, stundum sólskin. 

Í annál 19. aldar séra Péturs í Grímsey má sjá ađ slysfarir og drukknanir af völdum veđurs hafa veriđ međ minna móti ţetta ár og ekki nema einn mađur varđ úti, sé ađ marka annálinn. Ţađ átti sér stađ í Hestsskarđi, gömlu leiđinni milli Héđinsfjarđar og Siglufjarđar 20. október. 

Ţorvaldur Thoroddsen segir blákalt: „ ... ţá kom enginn ís“. Um ţađ er ţó varla hćgt ađ fullyrđa, en viđ skulum trúa ţví. Viđ vitum ađ sunnanáttir voru óvenjutíđar í janúar og ađ loftţrýstióróavísir gefur til kynna ađ febrúar hafi veriđ rólegur - ţó loftţrýstingur hafi veriđ undir međallagi. Hćgar austan-og norđaustanáttir ríkjandi. 

Á Bretlandseyjum var febrúar í flokki ţeirra blautustu og maímánuđur einn ţeirra hlýjustu, en sumariđ almennt illviđrasamt ţar um slóđir. 

Viđ höfum ţarmeđ náđ sćmilegum tökum á tíđarfari ársins 1833 og enn mćtti gera betur. Í viđhenginu er smávegis af tölulegum upplýsingum frá árinu 1833. Ţađ má m.a. sjá ađ slétttölumánuđir voru kaldari en oddatölumánuđirnir og fyrrihluti ársins talsvert hlýrri en hinn síđar. Enginn mánuđur var mjög ţurr í Reykjavík, febrúar og júní ţó sýnu ţurrastir og úrkoma var heldur ekki mjög mikil í desember. Janúar var mjög úrkomusamur - og maí var ţađ ađ tiltölu. Einnig var úrkomusamt í ágúst. 

Ritstjórinn ţakkar Sigurđi Ţór Guđjónssyni fyrir innslátt á veđurtexta Brandstađaannáls.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Bloggfćrslur 19. mars 2018

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a
  • w-blogg110424b
  • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 230
  • Sl. sólarhring: 258
  • Sl. viku: 2009
  • Frá upphafi: 2347743

Annađ

  • Innlit í dag: 202
  • Innlit sl. viku: 1734
  • Gestir í dag: 194
  • IP-tölur í dag: 187

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband