Breytingar međ góu?

Nú er veđurlag fremur órólegt hér viđ land - ţó ekki hafi enn gert mjög slćm stórviđri. Ekki sér fyrir endann á ţessu veđurlagi - eđa hvađ? 

Evrópureiknimiđstöđin sendir frá sér fjölviknaspár á mánudags- og fimmtudagskvöldum. Ţćr eru settar fram sem vikumeđaltöl veđurţátta svosem ţrýstings, hita og úrkomu. Ekki er alltaf auđvelt ađ ráđa í ţessi međaltöl - ţau eru miseindregin, geta duliđ mikinn breytileika eđa óvissu. Ţví er rétt ađ taka spám ţessum međ varúđ - og ţćr eru mjög misgćfar.

Fyrra kortiđ sem viđ lítum á sýnir međalsjávarmálsţrýsting í vikunni sem nú er ađ líđa.

w-blogg070218a

Jafnţrýstilínur eru heildregnar, en vik eru sýnd í lit, ţau neikvćđu eru blá, en ţau jákvćđu rauđleit. Ţetta er dćmigerđ óróastađa, lágur ţrýstingur viđ Ísland, aukin vestanátt um Atlantshafiđ ţvert beinir lćgđum til landsins međ tilheyrandi skaki. 

Nćsta vika er ekki ósvipuđ - ef trúa má spánni - ţó eru mestu ţrýstivikin austar en í ţessari viku og líkur á norđlćgum áttum vćntanlega meiri. 

Ţriđja vikan, sú sem hefst á 2. degi góu, 19. febrúar er hins vegar ólík.

w-blogg070218b

Jákvćđu ţrýstisvikin eru komin norđur fyrir land og reyndar yfir Ísland líka. Sé ţetta rétt er komin ákveđin hćđ yfir Grćnland međ ríkjandi austan- og norđaustanátt hér á landi. Ţar sem ţrýstingur verđur hár (sé vit í spánni) eru líkur á ađ veđur verđi tiltölulega rólegt (- en munum ţó ađ mjög margt getur leynst ađ baki vikumeđaltals).

Ţessa dagana eru ađ verđa mikil umskipti í heiđhvolfinu (óróinn hér á Norđur-Atlantshafi virđist valda). Ţeir sem mest fjalla um ţau telja ađ líkur á breytingum á hringrás veđrahvolfs aukist mjög nokkru eftir ađ breytingarnar hafa átt sér stađ efra. Gallinn er hins vegar sá ađ erfitt virđist ađ búa til reglu um ţađ hvers konar veđrahvolfsbreytingar fylgi heiđhvolfsbreytingum. Til ađ geta ráđiđ í ţađ ţarf alla vega ađ vita hvernig heiđhvolfiđ endar. 

En líkan evrópureiknimiđstöđvarinnar er greinilega ađ sjá einhverja möguleika á breytingum. Hvort af ţeim verđur kemur fljótlega í ljós. 


Bloggfćrslur 7. febrúar 2018

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Feb. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    

Nýjustu myndir

 • w-blogg140219a
 • w-blogg130219a
 • w-blogg120219a
 • w-blogg100219a
 • w-blogg070219a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.2.): 557
 • Sl. sólarhring: 695
 • Sl. viku: 3431
 • Frá upphafi: 1749916

Annađ

 • Innlit í dag: 488
 • Innlit sl. viku: 3045
 • Gestir í dag: 458
 • IP-tölur í dag: 441

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband