Hćgur dagur - en síđan nokkuđ ruddalegt útlit

Mikill óróleiki ríkir nú bćđi í veđrahvolfi og heiđhvolfi - hálfgerđ ormagryfja. Reiknimiđstöđvar eiga ekki auđvelt međ ađ ráđa viđ framtíđarstöđuna - dálítiđ merkilegt ađ í dag voru ţćr meira sammála um veđriđ eftir tíu daga heldur en um ţađ hvađ mun eiga sér stađ fram ađ ţeim tíma. Sannleikurinn er sá ađ ekkert ţýđir ađ tala um smáatriđi málsins - nema ţađ ađ veđur morgundagsins (laugardags 17.) virđist ćtla ađ vera nokkuđ meinlaust hér á landi - og sömuleiđis ađ hann muni ganga í landsynning á sunnudag. 

Fyrsta kortiđ sýnir stöđuna á sunnudagskvöld međ augum evrópureiknimiđstöđvarinnar.

w-blogg160218a

Heildregnu línurnar sýna sjávarmálsţrýsting - af ţeim má ráđa ađ landsynningurinn sé í hámarki. Daufar strikalínur sýna ţykktina, en hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs. Litirnir sýna hins vegar hvernig hún hefur breyst síđustu 12 klukkustundirnar, ţeir gulu og brúnu hvar hlýnađ hefur, ţeir bláu ţekja svćđi ţar sem hiti hefur lćkkađ. Vindörvar sýna vindhrađa og stefnu í 700 hPa-fletinum (í um 3 km hćđ). 

Ađ afloknum landsynningi tekur viđ heldur hćgari sunnanátt međ kólnandi veđri - og ađ lokum útsynningur. 

Reiknimiđstöđin telur nú ađ nćsta lćgđ á eftir verđi hér á miđvikudag - gerir talsvert úr henni eins og sjá má á nćsta korti.

w-blogg160218b

Henni fylgja einnig töluverđ hlýindi sem verđa í hámarki ţegar kortiđ gildir, á hádegi á miđvikudag. En rétt er ađ geta ţess ađ bandaríska veđurstofan gerir ekki mikiđ úr ţessari lćgđ - sendir hana mun grynnri yfir landiđ austanvert - reyndar líka á miđvikudag en rćtist sú spá hlýnar hvorki ađ marki né hvessir vestanlands. Á ţessu stigi dettur okkur ekki í hug ađ taka afstöđu til ţess hvor spáin er rétt - ef til vill hvorug.

Ţriđja lćgđin er svo enn óvissari.

w-blogg160218c

Blaut, hlý og hvöss reynist ţetta rétt og kemur á föstudag. Mögulegt, jú, en varla verđur ţetta samt svona. Hér má hins vegar taka vel eftir hćđinni yfir Suđur-Noregi. Í augnablikinu virđist sem samkomulag sé um ađ hún brjóti sér leiđ til vesturs og gjörbreyti veđurlagi hér á landi frá ţví sem veriđ hefur. Ekkert vitum viđ um ţađ - en bíđum auđvitađ spennt. 


Af fyrri hluta febrúarmánađar

Febrúar hálfnađur, nokkuđ kaldur miđađ viđ hin síđari ár. Međalhiti í Reykjavík er -0,7 stig, -0,3 stigum neđan međallagsins 1961-1990, en -1,8 undir međallagi síđustu tíu ára. Hann er í 14. hlýjasta sćti (af 18) á öldinni. Sömu dagar voru mun kaldari bćđi 2002 og 2009 og auk ţess voru ţeir líka kaldari en nú 2008 og 2016.

Sé lítiđ til lengri tíma er mánuđurinn hingađ til í 83. sćti af 144 á langa listanum. Fyrri hluti febrúar var hlýjastur 1932, međalhiti var ţá +4,5 stig, en kaldast var 1881, međalhiti -5,9 stig.

Á Akureyri er međalhiti ţađ sem af er mánuđi -0.8 stig, +1,7 stigum ofan međallags 1961-1990, en -0,8 neđan međallags síđustu tíu ára.

Ađ tiltölu hefur veriđ kaldast í Hvammi undir Eyjafjöllum, hiti -2,9 stig neđan međallags síđustu tíu ára. Hlýjast ađ tiltölu hefur veriđ á Sauđárkróksflugvelli ţar sem hiti er nú -0,1 stigi neđan međallags sama tíma.

Úrkoma hefur veriđ í meira lagi, hefur mćlst um 57 mm í Reykjavík (20 prósent umfram međallag síđustu 10 ára), en 47 mm á Akureyri og er ţađ um 70 prósent umfram međallag.

Snjór hefur veriđ međ meira móti á stöku stađ - en virđist ţó mjög misdreifđur - sums stađar er mjög lítill snjór.

Nokkuđ hefur veriđ illviđrasamt í mánuđinum til ţessa, og fjórir dagar hans mariđ ađ komast inn á stormdagaskrár ritstjóra hungurdiska - ţađ er međ meira móti í febrúar. Tiltölulega lágur hiti, snjór og hvassir vindar hafa valdiđ ţví ađ skafrenningur er trúlega međ meira móti - sérstaklega á fjallvegum.


Bloggfćrslur 16. febrúar 2018

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 121
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 2363
  • Frá upphafi: 2348590

Annađ

  • Innlit í dag: 107
  • Innlit sl. viku: 2070
  • Gestir í dag: 97
  • IP-tölur í dag: 97

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband