Horft á Grćnlandsspákort

Ţađ er oft gaman ađ fylgjast međ grćnlandsspákortum dönsku veđurstofunnar. Ţau eru reiknuđ međ líkani sem er kallađ harmonie-igb, tölvan er í kjallara Veđurstofu Íslands. Viđ lítum á hitaspákort sem gildir kl.20 á laugardagskvöld 15.desember.

w-blogg131218a

Viđ sjáum Grćnland og Ísland. Grćnu litirnir sýna svćđi ţar sem frost er meira en -20 stig, á mestöllum Grćnlandsjökli og Ellesmereyju og auk ţess á smćrri svćđum norđan Grćnlands og nyrst í Baffinsflóa. Frostiđ er mest á hájöklinum norđanverđum -53 stig. Ţađ er í meir en 2,5 km hćđ yfir sjávarmáli. Falli ţetta loft (óblandađ) til sjávarmáls hlýnar ţađ um 1 stig viđ hverja 100 metra lćkkun - um 25 stig. En líklega eru snörp hitahvörf yfir jöklinum - víđast hvar og ţegar komiđ er ađ jađri meginjökulsins og loftiđ fer ađ falla niđur fjöll og skriđjökla blandast ţađ nćr óhjákvćmilega lofti fyrir ofan og hlýnar viđ ţađ enn meira en sem niđurstreymiđ eitt segir til um. 

Á fjólubláu svćđunum er frostiđ meira en -10 stig. Sé ţar ekki land undir - er líklega hafís. Mörkin milli brúnu og bláu litanna er viđ frostmark. Kalda loftiđ ađ norđan lekur suđur međ landinu og fyrir Brewsterhöfđa viđ Scoresbysund. Á laugardagskvöld ţegar ţessi spá gildir er nokkuđ ađ ţví ţrengt ţar sem hlýir austlćgir vindar sćkja ađ - mikil átök verđa ţá í norđanverđu Grćnlandssundi - 

w-blogg131218b

Ţetta sést vel á harmonie-spákorti sem gildir á sama tíma. Hér sýna örvar vindátt, en litir vindhrađa í 100 metra hćđ yfir jörđu. Spáđ er fárviđri í norđanverđu Grćnlandssundi - einmitt ţar sem kalda loftiđ ryđst til suđurs. Ţađ stendur nokkuđ glöggt hvort eitthvađ af ţví nćr til Vestfjarđa. Viđ skulum ekki hafa neina sérstaka skođun á ţví (biđjum e.t.v. Veđurstofuna um ađ fylgjast vel međ) - en allt í lagi er ađ vita af ţessum miklu átökum í námunda viđ okkur. 


Af ţrumutíđni

Í tilefni af ţrumuveđrinu um landiđ sunnanvert í gćr (ţriđjudag 11.desember) hnykkjum viđ á fróđleik um árstíđasveiflu ţrumuveđra á Íslandi. Ţrumuveđur hafa alloft komiđ viđ sögu á hungurdiskum - langítarlegasti pistillinn birtist 29.júlí 2018

Fyrri myndin sýnir ţrumudagafjölda á íslenskum veđurstöđvum á árunum 1949 til 2017 - úr gagnagrunni Veđurstofunnar (ţar er ekki alveg allt). Taliđ er eftir dögum ársins. 

w-blogg121218a

Til ađ veturinn skerist ekki í tvennt nćr ferillinn til 18 mánađa. Hér má glögglega sjá ađ ţrumuveđur eru mun algengari hér á landi ađ vetrarlagi heldur en á sumrin. Ađ vísu á sumariđ áberandi hámark - um ţađ bil frá sólstöđum fram í ágústbyrjun. Lágmark er snemma í september en síđan vex tíđnin eftir ţví sem á haustiđ líđur - og áberandi ţrep upp á viđ í kringum 10.desember. Tíđni helst síđan svipuđ fram ađ mánađamótum febrúar/mars, en ţá dregur úr og lágmarki náđ í kringum sumardaginn fyrsta. Lesa má um mismunandi eđli vetrar- og sumarţrumuveđra í pistlinum sem nefndur var hér ađ ofan.

Megniđ af ţessum ţrumum sćtir litlum tíđindum, en tjón af völdum eldinga er samt meira hér á landi heldur en margan grunar. Nokkrir menn hafa beđiđ bana, bćir og hús hafa brunniđ, búfénađur farist og tjón orđiđ á rafmagnsbúnađi margs konar. Í lista ritstjóra hungurdiska um veđuratburđi er tjóns af völdum eldinga oft getiđ - á listann komast einnig ţau ţrumuveđur sem samtímamenn hafa af einhverjum ástćđum taliđ merkileg eđa mikil. 

w-blogg121218b

Á myndinni hefur atburđum ţessum veriđ rađađ á áriđ. Viđ sjáum ađ ţeir eru ţéttastir á vetrum - í samrćmi viđ fyrri mynd og sömuleiđis er einnig tíđnihámark í júlímánuđi - gisnastur er tíminn frá miđjum ágúst fram í miđjan september - ekki ósvipađ og á fyrri mynd. Sömuleiđis má sjá skyndilega aukningu međ desembermánuđi.  


Bloggfćrslur 13. desember 2018

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 335
  • Sl. sólarhring: 351
  • Sl. viku: 1909
  • Frá upphafi: 2350536

Annađ

  • Innlit í dag: 253
  • Innlit sl. viku: 1702
  • Gestir í dag: 239
  • IP-tölur í dag: 239

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband