Fremur hlýir dagar

Síđustu dagar hafa veriđ fremur hlýir á landinu miđađ viđ árstíma en marka engin tíđindi - dagar sem ţessir eru nokkuđ algengir í nóvember. Slatti af dćgurmetum hefur ţó falliđ á einstökum veđurstöđvum - ekki ţó á neinum sem starfrćktar hafa veriđ lengi nema hvađ slík met hafa falliđ á fáeinum hálendisstöđvum, t.d. í Jökulheimum og í Setri. - En komi hlýir dagar fellur alltaf eitthvađ af stöđvadćgurmetum.

Ţó hlýindi verđi e.t.v. ekki alveg samfelld áfram er ţó ekki ađ sjá neina verulega kulda í kortunum. Hér ađ neđan má sjá spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um hćđ 500 hPa-flatarins og hćđarvik nćstu viku, dagana 12. til 18.nóvember - og reiknimiđstöđin segir ađ líkur séu á svipuđu ástandi í vikunni ţar á eftir líka.

w-blogg091018b

Eins og sjá má verđur sunnanáttin í háloftunum mun öflugri heldur en venja er til, mjög jákvćđ vik eru austan viđ land, en neikvćđ suđvestur af Grćnlandi. Nokkur lćgđarsveigja er á jafnhćđarlínunum og bendir hún til ţess ađ úrkoma verđi töluverđ. En ţetta er međalkort fyrir heila viku og eins og venjulega rétt ađ hafa í huga ađ vćntanlega bregđur út af ţessari almennu stöđu einstaka daga - e.t.v. međ kaldara veđri.

Til gamans lítum viđ líka á sams konar kort - en fyrir nóvembermánuđ allan fyrir 50 árum. Sá mánuđur var ađ tiltölu hlýjastur allra mánađa áranna 1966 til 1971 - ágćt áminning um ađ hlýir mánuđir geta skotist inn á köldum tímabilum sé stađa háloftavinda nćgilega afbrigđileg. Á sama hátt geta mjög kaldir mánuđir sýnt sig á hlýjum tímum.

w-blogg091018a

Hér má sjá stöđu sem ekki er ósvipuđ ţeirri sem spáđ er í nćstu viku - hér er ţó um heilan mánuđ ađ rćđa og mjög óvíst ađ núlíđandi nóvember nái einhverju viđlíka í heild - líkur eru heldur gegn ţví (en aldrei ađ vita). 

Tíđ í nóvember 1968 fćr góđa dóma í Veđráttunni tímariti Veđurstofunnar (en ţađ er ađgengilegt á timarit.is). Hörmulegt sjóslys varđ viđ suđurströndina, en ritstjóri hungurdiska hefur ekki flett upp á hvađa hátt veđur kom ţar viđ sögu. Rigningar ollu skriđuföllum austanlands:

Tíđarfariđ var hlýtt og hagstćtt lengst af. Tún voru mikiđ til grćn, og blóm sprungu út í görđum. Fé gekk úti og var lítiđ eđa ekkert gefiđ. Fćrđ var yfirleitt góđ.

Skađar. Ţ.10. fórst vélskipiđ Ţráinn undan Mýrdalssandi og međ ţví 9 manns. Í stórrigningunum ţ. 12. og 13. urđu miklar skemmdir víđa austanlands á svćđinu frá Borgarfirđi eystra ađ Hornafirđi. Vegir urđu víđa ófćrir sökum skriđuhlaupa, og brýr og rćsi skemmdust. Tvćr skriđur féllu á hús í Norđfirđi, og varđ fólk ađ flýja úr húsum ţar. Vegaskemmdir urđu einnig á Hérađi, og í Fljótsdal urđu nokkrir fjárskađar, og skriđur féllu á tún. Víđa var símasambandslaust.

Viđ lítum líka á sjávarhitavika- og hafískort frá nóvember 1968 - úr fórum evrópureiknimiđstövđvarinnar. Ekki ljóst hversu áreiđanleg vikakortin eru.

w-blogg091018c

Ţetta er ólíkt ţví sem nú er. Mesta athygli vekur auđvitađ ísmagniđ viđ Austur-Grćnland - ísţekjan nćr hér alveg til Jan Mayen. Nú er nánast enginn ís á öllu ţessu svćđi - nema rétt viđ strendur Norđaustur-Grćnlands. Íss er ekki getiđ hér viđ land í nóvember 1968, en hann var ekki langt undan í desember. Á útmánuđum 1969 er taliđ ađ flatarmál austurgrćnlandsíssins hafi náđ milljón ferkílómetrum, ţađ mesta eftir 1920. Fyrir 15 árum var međaltaliđ komiđ niđur í helming ţess og á síđustu árum hefur ísmagniđ veriđ enn minna.

Í nóvember 1968 voru mjög vćg jákvćđ sjávarhitavik sunnan viđ land, en kalt var langt suđur í hafi og fyrir norđan. 

Vonandi ađ vel fari međ nú.


Bloggfćrslur 9. nóvember 2018

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 1498
  • Frá upphafi: 2348743

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1304
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband