Hrunveđriđ

Ţađ var ekki ađeins bankakerfiđ sem fór á höfuđiđ í októberbyrjun áriđ 2008 heldur má segja ađ veđriđ hafi gert ţađ líka. Rétt tćp ţrjú ár höfđu liđiđ frá ţví ađ kaldur mánuđur hafđi sýnt sig og tveir mánuđir ársins 2008 fram ađ ţví, maí og september voru sérlega hlýir. Auk ţess gerđi sérlega eftirminnilega hitabylgju um mánađamótin júlí/ágúst - ţegar hćsti hiti sem vitađ er um mćldist í Reykjavík, 25,7 stig á mönnuđu stöđinni, en 26,4 á ţeirri sjálfvirku. Hiti á Ţingvöllum mćldist 29,7 stig, sá hćsti sem nokkru sinni hefur mćlst á sjálfvirkri stöđ á landinu.

September var ţó óvenjublautur sunnanlands, úrkoma í Reykjavík nćrri tvöfalt međaltal. Minnistćtt er úrhelli og hvassviđri ţann 16. til 17. september ţegar lćgđ, sem tengd var leifum fellibylsins Ike, fór hjá landinu. Um ţetta veđur má lesa í pistli á vef Veđurstofunnar.

En síđustu daga september kólnađi ađ mun ţegar vindur snerist til norđurs. Ţann 2. kom grunn, en vaxandi lćgđ međ norđvestanvindstreng í háloftum vestan yfir Grćnland og fór til austurs rétt viđ suđvesturströndina. Loftiđ var nćgilega kalt til ţess ađ áköf úrkoman féll sem snjór víđa um landiđ sunnanvert. Morguninn eftir mćldist snjódýpt í Reykjavík 9 cm. Ţađ var sem náttúran tćki ţátt í kuldanum sem var ađ slá sér inn í hjörtu flestra landsmanna. Voru stöku menn vissir um ađ „litla-ísöld“ hefđi snúiđ snarlega aftur úr felum - og Hörmangarafélagiđ jafnvel líka. 

w-blogg051018b

Á kortinu má sjá lćgđina litlu sem snjókomunni olli, einhverri ţeirri mestu sem mćlst hefur í höfuđborginni svo snemma hausts. Reyndar liđu ekki nema 5 ár ţar til enn meiri snjór féll í borginni snemma í október. 

w-blogg051018a

Íslandskortiđ kl.21 fimmtudaginn 2.október sýnir snjókomu sem náđi frá Snćfellsnesi í vestri austur í Mýrdal. Skyggni í Reykjavík var ekki nema 800 metrar - en vindur var hćgur. Tölurnar sem standa ofarlega til hćgri viđ hverja stöđ sýna hita, -0,8 stig í Reykjavík. Viđ sjáum ađ á Grímsstöđum á Fjöllum var frostiđ -9,8 stig. Ţessir dagar voru sannarlega kaldir, fjöldi dćgurlágmarksmeta féll ţar á međal ţrjú landsdćgurlágmarksmet fyrir landiđ allt, og líka ţrjú í byggđum. Ţau standa enn. Mest mćldist frostiđ ţessa daga á Brúarjökli, -18,4 stig ţann 2., og -17,4 stig mćldust í Svartárkoti ţann 3. - nćstmesta frost í byggđ svo snemma hausts. Frost fór í -8,6 stig á Akureyri - líka nćstmesta frost svo snemma hausts ţar á bć. 

Ţetta má segja okkur ađ kuldi getur gert illa vart viđ sig ţó hlýindi séu almennt ríkjandi. 

En ţađ hlýnađi fljótt aftur og mánudaginn ţann 6., ţann sem flestir tengja viđ frćga rćđu forsćtisráđherra og neyđarlögin, var fremur hlýr landsynningur ríkjandi á landinu eins og kortiđ hér ađ neđan sýnir. 

w-blogg051018c

En kuldatíđin hafđi ekki yfirgefiđ landiđ. Um og uppúr ţeim 20. gengu sérlega djúpar lćgđir hjá landinu međ kulda, stormum og sjógangi. Hćđ 500 hPa flatarins yfir Keflavík fór í sína nćstlćgstu októberstöđu  og 400 hPa-flöturinn í ţá lćgstu. Loftţrýstingur fór niđur í 945,9 hPa á Gjögurflugvelli, ţađ er sá fimmtilćgsti í október frá upphafi mćlinga á landinu. 


Bloggfćrslur 6. október 2018

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 98
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 1847
  • Frá upphafi: 2348725

Annađ

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 1618
  • Gestir í dag: 82
  • IP-tölur í dag: 82

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband