Hvenćr hefst vetur?

Einfalda svariđ viđ spurningunni í fyrirsögninni er ađ hann hefjist međ fyrsta vetrardegi íslenska tímatalsins forna. Ekki er fjarri ţví ađ íslensku misserin skipti árinu í tvennt hvađ varđar međalhita. En tökum viđ ţetta svar alveg bókstaflega erum viđ jafnframt annađ hvort ađ halda ţví fram ađ árstíđirnar séu ađeins tvćr, - eđa ţá ađ vor, sumar og haust verđi samtals ađ gera sér ađ góđu ađ skipta međ sér ţeim sex mánuđum sem eftir eru ţegar veturinn hefur fengiđ sinn hlut. Í slíkri skiptingu fellst ákveđiđ raunsći gagnvart íslensku veđurlagi - rétt er ţađ, en tilfinningin er samt sú ađ oftast nćr sé veturinn ekki fullskollinn á seint í október.

Fyrir nokkrum árum fjallađi ritstjóri hungurdiska alltítarlega um haust- og vorkomu. Ţeir pistlar eru reyndar allt of langir til ađ hćgt sé ađ hafa af ţeim einhver hagnýt not - enda ekki ćtlast til ţess. Ritstjórinn hefur hins vegar einlćgan áhuga á árstíđasveiflunni og öllum breytingum á veđri sem fylgja henni. 

Ekki stendur til ađ gera einhverja úttekt á vetrarkomu í stíl viđ vor- og haustpistlana sem minnst var á ađ ofan, en samt er e.t.v. forvitnilegt ađ gera eitthvađ. 

Hér á eftir verđur vetrarkoma hvers árs sett viđ ţann dag ţegar eitthvađ sem ritstjórinn nefnir „vetrarsummu“ landsins nćr 30 punktum. Punktarnir eru reiknađir ţannig ađ fyrst eru fundnir ţeir dagar ţegar landsmeđalhiti í byggđ er neđan frostmarks. Tölur hvers hausts eru nú lagđar saman frá degi til dags og vetur sagđur byrjar ţegar talan nćr 30.

Ţetta er auđvelt ađ gera aftur til 1961, viđ getum líka reynt viđ tímann frá 1949 til 1960, en ţví miđur er dálítiđ brot í gögnunum 1960 og hugsanlegt (ţó ekki víst) ađ fyrra tímabiliđ sé ekki alveg reikningslega sambćrilegt viđ ţađ síđara. Sömuleiđis er líka brot á ţessari öld (sem rannsaka ţarf betur). Viđ reynum e.t.v. síđar ađ komast fyrir ţessi brot. Ţar til ţađ hefur veriđ gert skulum viđ taka niđurstöđunum međ nokkurri varúđ. 

w-blogg031018

Lárétti ásinn sýnir árin (tímabiliđ fyrir 1961 er sérmerkt), en sá lárétti eru dagsetningar sem vísa til vetrarbyrjunar eins og hún er skilgreind hér ađ ofan. Fyrsta vetrarbyrjun á tímabilinu er 25.október 1981. Sumir muna vel kuldana ţađ haust. Ţađ hefur ţrisvar gerst ađ vetrarbyrjun hefur dregist fram yfir áramót, lengst 1956 (sé ađ marka ţađ), en líka haustiđ 2002 og 2016 - ţeim árum lauk án vetrarkomu. 

Međaltal alls tímabilsins er 30.nóvember. Vetur, byrjar samkvćmt skilgreiningu Veđurstofunnar ţann 1.desember. Falla međaltal og skilgreining vel saman. Sleppum viđ tímabilinu 1949 til 1960 verđur međaltaliđ 27.nóvember. 

Viđ tökum strax eftir ţví ađ vetrakomu hefur seinkađ mjög á síđustu áratugum. Sé leitni reiknuđ sést ađ seinkunin frá 1961 hefur safnast upp í 25 daga, frá 15.nóvember til 10.desember. Ţetta er kannski fullótrúlegt til ađ geta veriđ satt - en engu ađ síđur bćtist hér enn í vísbendingar um hlýnandi veđurfar. 

Viđ munum síđar reyna ađ ná tökum á lengra tímabili - sem einnig nćr til tuttugustualdarhlýskeiđsins.  


Bloggfćrslur 3. október 2018

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Maí 2019
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • arid_1909p
 • arid_1909p
 • ar_1909t
 • arid_1909p
 • ar_1909t

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.5.): 119
 • Sl. sólarhring: 135
 • Sl. viku: 1888
 • Frá upphafi: 1785226

Annađ

 • Innlit í dag: 85
 • Innlit sl. viku: 1616
 • Gestir í dag: 72
 • IP-tölur í dag: 71

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband