Nokkrar gamlar kuldatölur

Við (veðurnördin) skemmtum okkur yfir nokkrum gömlum kuldatölum. Ritstjórinn hefur gert lista um 15 köldustu daga í Stykkishólmi og Reykjavík - svo langt sem mælingar sjá. Stykkishólmslistinn er býsna áreiðanlegur - en meiri vafi leikur á elstu tölum Reykjavíkurlistans - en þær hafa samt eitthvað gildi. 

röðármándagurmhiti
11918120-27,2
21918121-26,7
31881320-23,2
41881129-23,1
51881321-22,8
61881128-22,6
71918112-22,3
81855224-21,7
91881322-21,4
101855222-21,2
11189238-21,2
12188123-21,1
121881319-21,1
141918111-21,1
151855223-21,0

Tveir köldustu dagar alls tímans frá upphafi mælinga í Stykkishólmi (haustið 1845) eru frá frostavetrinum mikla 1918. Það eru 20, og 21. janúar. Dagur úr sama mánuði, sá 12. er í sjöunda sæti listans og sá 11. í því 14. Alls fjórir dagar af 15. 

Frostaveturinn 1881 á hins vegar 7 fulltrúa á listanum, bæði úr janúar, febrúar og mars. Kuldarnir þá stóðu mun lengur en 1918. Febrúar 1855 á þrjá fulltrúa á listanum. Mjög merkilegt kuldakast gerði í þeim mánuði - ekki fullrannsakað, en þá var ekki mælt í Reykjavík - hins vegar víðar á landinu. 

Um þær mundir mældi Sr. Jón Austmann hita daglega á Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Í athugasemdum við mánuðinn (febrúar 1855) segir hann: 

Himinblíða 1. til 14. Feb. Þar eð termometrið tók eigi nema 20- varð eigi með vissu ágiskað hvað frostið steig hátt, svo tók jeg það inní hús er vissi að 2-3° herti frostið eptir það. 

Hvað um það - meir en -20 stiga frost í Vestmannaeyjum er allnokkuð og sýnir hörkuna þessa daga - sem líka voru hvassir. 

Þjóðólfur segir 28. apríl: Frostgrimmdin hefir og verið mikil öðru hverju, - hér sunnanfjalls 17—18°R.; í Dalasýslu eins (-24°C); austanfjalls, á Eyrarbakka, 22°R.; að norðan og lengra að vestan höfum vér ekki sanna frétt; - það er og fádæmi, að Þjórsá og einkum Hvítá í Árnes-s. skuli hafa verið með hestís fram yfir sumarmál, eins og nú.

Fréttablaðið Ingólfur segir 18. apríl: Sú hin hryðjusama veðurátta, sem gengið hafði frá því fyrir Jólaföstu, hjelzt að eins rúma viku framan af árinu; þá gjörði hláku og hægviðri, sem hjelzt til hins 20. dags janúarm.; þó leysti ekki svo upp snjó og klaka, að jörð kæmi upp að nokkrum munum, því þegar með þorrakomu gekk veðurátta til hægrar kælu með vægu frosti og heiðríkju. Munu færri menn muna jafn bjartan og heiðskýran þorra, því svo mátti kalla að eigi sæist ský á lopti í 5 vikur, nema hvað einstaka sinnum brá yfir hrímþoku, er mun hafa verið undanfari hafíss þess, sem þá var að reka að landinu. Nú þegar Góa gekk í garð, gjörðist veðurátta kaldari, þó veðurreynd væri hin sama; var hún tíðast með norðanstormum, nokkru kafaldi og einstaklegri frosthörku um tíma; fyltist þá allt með hafís fyrir norðan og austan, svo að hann rak vestur með landi.

Þá er það (hinn vafasamari) Reykjavíkurlisti:

röðármándagurmhiti
11918121-23,7
21918120-21,8
31918113-21,3
41784118-21,2
51785129-20,1
6189238-19,3
61918111-19,3
81918112-19,2
9189239-19,0
101789219-18,8
111782129-17,8
121881127-17,8
13191934-17,7
141881129-17,6
151785128-17,6

Hér eru sömu dagar og í Stykkishólmi kaldastir, og þrír janúardagar 1918 til viðbótar á listanum (í 3.,6.-7. og 8. sæti). Árið 1881 á ekki nema tvo. 8. mars 1892 er á báðum listum, en á Reykjavíkurlistanum er líka kaldur marsdagur 1919 - þá lagði Reykjavíkurhöfn innan garða - rétt eins og 1918 og fór þá um menn í nokkra daga. Borgarfjörð lagði líka - og vafalaust fleiri firði víða um land, en hafís var lítill. 

Í fjórða sæti er dagur frá móðuharðindavetrinum 1783-84 - gott að minna á þau, en líka dagar fleiri vetra um það leyti - 1782, 1785 og 1789. Þó við vitum ekki um nákvæmni þessara talna - gæti hæglega skeikað um 1 til 2 stig til eða frá - sjáum við vel að um mjög kalda daga var að ræða. 


Bloggfærslur 7. janúar 2018

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 416
  • Sl. sólarhring: 418
  • Sl. viku: 1732
  • Frá upphafi: 2350201

Annað

  • Innlit í dag: 376
  • Innlit sl. viku: 1579
  • Gestir í dag: 366
  • IP-tölur í dag: 354

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband