Hiti og úrkoma (september)

Almennt má segja að líkur á úrkomu vaxi með auknum hita - en sannleikurinn er samt sá að leitin að því sambandi er ekki auðveld. Í pistli dagsins lítum við á eina mynd. Hún sýnir meðalhita septembermánaða í Reykjavík á móti úrkomumagni sömu mánaða. 

Septemberhiti og úrkoma í Reykjavík

Lárétti ásinn sýnir hitann, en sá lóðrétti úrkomumagn. Hér má sjá að samband þessara tveggja stika er ekki neitt. Aðfallslínan vísar að vísu upp (vaxandi úrkoma) með vaxandi hita, en það er allt og sumt. 

Hér má sjá allar gerðir mánaða, hlýja og vota, hlýja og þurra, kalda og vota og kalda og þurra. Jú, að vísu er enginn þeirra allra hlýjustu mjög þurr og aðeins einn kaldur er mjög votur - eitthvað segir það kannski. 

Ein af ástæðum þessa „sambandsleysis“ er sú að ekki þarf nema örfáa (afbrigðilega) daga til að gera mánuð votan - það voru kannski einu hlýju dagar mánaðarins - svo fáir að þeir höfðu lítil áhrif á meðalhitann. 

Við sjáum einn mjög hlýjan og blautan mánuð - september 1941. Tveir hlýjustu mánuðirnir, september 1939 og 1958 voru ekkert sérstaklega blautir í Reykjavík. 

Hlýindi stafa oft af miklum sunnanáttum - þeim fylgir mikil úrkoma um landið sunnanvert - en oftast er líka hlýtt austan við (mjótt) sunnanáttarhámarkið - þar sem loftþrýstingur er hár og loft mun þurrara. 

Við gætum velt okkur eitthvað upp úr þessu - en látum hér staðar numið að sinni. 


Bloggfærslur 27. september 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 159
  • Sl. viku: 1751
  • Frá upphafi: 2348629

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1532
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband