Tólfmánađameđalhitinn - stađan um ţessar mundir

Viđ lítum nú rétt einu sinni á stöđu tólfmánađameđalhitans í Reykjavík. Tíminn líđur og líđur.

Hiti í Reykjavík 12- og 120-mánađa keđjumeđaltöl

Ţessi mynd nćr rétt rúm 20 ár aftur í tímann. Ártölin eru sett viđ lok almanaksárs (janúar til desember). Grái ferillinn sýnir 12-mánađa međaltölin (12 á ári). Lóđrétti kvarđinn markar hitann. Á ţessum 20 árum hefur 12-mánađahitinn sveiflast frá 4,33 stigum upp í 6,61. Hámarkinu náđi hann í september 2002 til ágúst 2003. Upp á síđkastiđ hefur hann einnig veriđ í hćstu hćđum, komst í 6,38 stig í mars 2016 til febrúar 2017 og í 6,37 í júní 2016 til maí 2017. Nú í júlílok var hann í 6,21 stigi. Ţađ er líklegt ađ hann lćkki heldur í haust og vetur ţví hitinn í október 2016 var međ ţvílíkum ólíkindum ađ varla er viđ ţví ađ búast ađ komandi október eigi nokkurn möguleika í ađ slá hann út. 

Rauđi ferillinn á myndinni sýnir 120-mánađa međaltaliđ (10 ár). Sá ferill er ađ sjálfsögđu mun jafnari en er lítillega lćgri nú en hann var hćstur fyrir 5 árum, ekki munar ţó nema 0,13 stigum á stöđunni nú og ţá. 

Nćsta mynd sýnir mun lengra tímabil. Ţar er 120-mánađahitinn grár, en rauđi ferillinn sýnir 360-mánađameđaltaliđ (30 ár).

120- og 360-mánađa keđjumeđaltöl hita í Reykjavík

Greinilega má sjá hversu óvenjulega tíma viđ höfum lifađ ađ undanförnu. 120-mánađahitinn hefur nú lengi veriđ langt ofan viđ ţađ sem best gerđist á tuttugustualdarhlýskeiđinu og 360-mánađahitinn nýlega kominn upp fyrir ţađ, fór í fyrsta sinn yfir 5 stig í lok árs 2016. Hann hćkkar ekki mikiđ á ţessu ári vegna ţess ađ áriđ 1987 var fremur hlýtt en ţar á eftir komu fjölmörg mjög köld ár og ţví er góđur möguleiki á frekari hćkkun 360-mánađahitans á nćstu árum svo fremi sem ekki kólni niđur fyrir međaltal ţeirra köldu ára. Allt ofan viđ ţađ hćkkar 360-mánađahitann. 

Sú spurning vaknar hversu langt sé síđan 360-mánađahitinn hefur veriđ jafnhár eđa hćrri í Reykjavík. Ritstjóri hungurdiska treystir sér ekki til ađ svara ţví svo vel sé. Ţađ er hins vegar líklegt ađ ekki sé alveg jafnlangt síđan 120-mánađahitinn hefur veriđ jafnhár eđa hćrri en nú (hvenćr sem ţađ annars hefur veriđ). 

En auđvitađ segja ţessar myndir ekkert um framhaldiđ - ţćr sýna fortíđina. En ţungi löngu međaltalanna er ţó mikill. Stćrsta sveifla 12-mánađahitans sem viđ ţekkjum í Reykjavík var frá ţví í september 1880 ţegar hann stóđ í 5,55 stigum og var hrapađur niđur í 2,08 stig í ágústlok áriđ eftir. Ef sú atburđarás endurtćki sig nú (varla líklegt) myndi 120-mánađahitinn ekki lćkka nema um 0,3 stig og 360-mánađahitinn um tćplega 0,1 stig á 12 mánuđum. 


Bloggfćrslur 7. ágúst 2017

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 67
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 1816
  • Frá upphafi: 2348694

Annađ

  • Innlit í dag: 60
  • Innlit sl. viku: 1590
  • Gestir í dag: 58
  • IP-tölur í dag: 58

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband