Enn frá skemmtideild evrópureiknimiđstöđvarinnar

Skemmtideild evrópureiknimiđstöđvarinnar og bandaríska veđurstofan hafa undanfarna daga veriđ ađ veifa hitabylgjuspám framan í okkur veđurnördin - auđvitađ til ánćgju. Hins vegar hefur lítt orđiđ um efndir - hitarnir horfnir á örskotsstund í nćstu spárunu. En vegna ţess ađ lítiđ hefur veriđ um hitabylgjur upp á síđkastiđ ylja ţćr í sýndarheimum manni ađeins um hjartarćtur - sérstaklega međan einhver von er um ađ eitthvađ verđi úr ţeim.

w-blogg150717i-a

Kortiđ sýnir spá um hita í 850 hPa-fletinum (litir) og ţykktina (heildregnar línur) á fimmtudagskvöld 21. júlí. Hér er ţykktin yfir landinu víđa meiri en 5580 metrar - dćmigert hćsta gildi sumars (ţó viđ viljum meir) - og í sömu spárunu er ţykktinni svo spáđ upp fyrir 5620 metra nokkrum dögum síđar og upp í 5650 m viđ Austur-Grćnland. 

Viđ getum svosem leyft okkur ađ vona - ţar til nćsta sýn birtist á tjaldinu. 


Tíđnidreifing júlíhita í Reykjavík og breytingar á henni

Hér verđur litiđ á tíđnidreifingu sólarhringsmeđalhita í Reykjavík í júlí á ýmsum tímabilum og velt vöngum yfir breytingum. Breytileiki hita frá degi til dags er minni ađ sumarlagi heldur en á öđrum árstímum - en samt finnum viđ mjög greinilega fyrir honum. 

Viđ teygjum okkur nokkuđ langt í ţessum pistli. Töluverđ óvissa er í hitamćlingum frá fyrri tíđ - mánađameđalhiti er ţó öllu betur negldur niđur en međalhiti einstakra daga. En viđ látum okkur hafa ţađ - skemmtunar og fróđleiks vegna. 

Fyrst skulum viđ líta á međalhita júlímánađar í Reykjavík - nokkur ár á bilinu 1854 til 1865 eru ţó nánast skáldskapur sem og tölur frá ţví fyrir 1820. Engin dćgurmeđaltöl eru til frá ţessum skáldaárum og koma ţau ţví ekki viđ sögu í ţessum pistli nema á ţessari einu mynd. 

w-blogg150717aa

Mislöng köld og hlý tímabil skiptast á međ nokkuđ áberandi hćtti. Heildarleitni er ekki mikil. Stćrđ hennar er mjög háđ vali á byrjunartíma - viđ gćtum komiđ ţví ţannig fyrir ađ hún reiknist veruleg. 

Hver sem nú reiknuđ leitni annars er fer ţó varla á milli mála ađ minna hefur hlýnađ í júlí en í flestum öđrum mánuđum ársins. Ţađ vćri gagnlegt ađ vita međ vissu hvers vegna ţađ er svo en varla samt tilviljun ađ hér er um ţann mánuđ ársins ađ rćđa ţar sem landiđ og sól ráđa tiltölulega meiru um veđur heldur en flutningur lofts um langar leiđir. Reykjavík er auk ţess betur varin fyrir áhrifum kaldsjávar og hafíss heldur en flestir ađrir landshlutar. 

Á myndinni hefur árabiliđ 1949 til 2016 veriđ afmarkađ sérstaklega, en ţađ er efni nćstu myndar. 

w-blogg150717a

Hún sýnir hvernig júlísólarhringsmeđalhitinn féll á kvarđann á ţessu árabili (bláar súlur). Hér er taliđ ţannig ađ talan 10 vísar til alls bilsins frá og međ 10 stigum ađ 11. Kaldasti júlídagur ţessa tímabils var sá 23. áriđ 1963, sólarhringsmeđalhitinn ekki nema 5,8 stig. Sá hlýjasti var sá 31. áriđ 1980, međalhiti 19,2 stig. Međalhiti júlímánađar alls á ţessu tímabili er 11,1 stig. Taka má eftir ţví ađ nćrri helming daga (46 prósent) er međalhitinn annađ hvort 10 eđa 11 stig og fjóra daga af hverjum fimm er hann frá 9 stigum upp ađ 13. - ađeins tíundihver dagur er kaldari og tíundihver hlýrri. 

Af fyrri myndinni sjáum viđ ađ júlímánuđir ţessara ára spanna mjög breitt bil, á ţađ falla bćđi mjög kaldir og hlýir mánuđir. 

Til gamans má líka sjá á myndinni sömu dreifingu - sé međalhiti 2 stigum hćrri, vćri ţá 13,1 stig en ekki 11,1. Skyldi ţetta geta orđiđ venjulegt í framtíđinni? Hvađ sem annars má um ţađ segja er nokkuđ ljóst ađ langt verđur ţangađ til 70 ára međaltal júlíhita nćr 13,1 stigi. Enginn mánuđur fortíđar hefur enn međ vissu náđ slíkum hćđum - tveir, 1991 og 2010 komust ađ vísu nćrri ţví - međalhitinn í ţeim báđum var 13,0 stig. Svo reiknast međalhiti í júlí 1829 13,6 stig - en trúlega er ţađ of há tala miđađ viđ stađalađstćđur mćlinga nú, 13,0 stig sem reiknast međalhiti júlí 1838 er heldur trúlegri. 

Nćst skulum viđ bera saman ţrjú tímabil. Í fyrsta lagi öllum daglegum međaltölum sem viđ eigum frá Reykjavík á 19. öld, í öđru lagi lítum viđ á hlýja tímann frá 1927 til 1960 og ađ lokum á tímabiliđ 1997 til 2016. 

w-blogg150717b

Bláu súlurnar sýna 19. öldina, ţćr brúnu hlýskeiđiđ gamla og ţćr grćnu nýja hlýskeiđiđ - sem enn stendur. Töluverđur munur kemur fram á tímabilunum. Á 19. öld var međalhiti undir 10 stigum 35 prósent daga, 16 prósent á gamla hlýskeiđinu, en ekki nema 12 prósent á ţví nýja. 

Á 19. öld var međalhiti meiri en 14 stig um ţađ bil 20. hvern dag (5 prósent), á gamla hlýskeiđinu líka um 5 prósent, en um 8 prósent á nýja hlýskeiđinu. 

Ţennan mun sjáum viđ betur á nćstu tveimur myndum.

w-blogg150717c

Hér má sjá tíđnimun hita á 19. öld og á nýja hlýskeiđinu. Skiptin eru viđ 11 stig. Dögum hlýrri en ţađ hefur fjölgađ ađ mun, en ţeim kaldari fćkkađ ađ sama skapi. Fjöldi mjög hlýrra daga hefur nánast ekkert breyst - ţeir hafa alltaf veriđ sárafáir og tilviljanakenndir. Kaldasti júlídagur sem viđ vitum um í Reykjavík á 19. öld var sá 6. áriđ 1840, međalhiti 4,1 stig, en sá hlýjasti var sá 19. áriđ 1842, međalhiti 18,6 stig, ámóta hlýtt var daginn áđur og sömuleiđis 2. júlí 1894. 

Minni munur er á hlýskeiđunum tveimur, ţví gamla og nýja.

w-blogg150717d

Hér eru skiptin viđ 12 stigin. Er ţetta hin hnattrćna hlýnun? Kaldasti júlídagur gamla hlýskeiđsins var sá 1. 1954, ţá var međalhitinn 6,5 stig. Sá hlýjasti var sá 21. áriđ 1944, međalhiti 17,8 stig. Á nýja hlýskeiđinu er kaldasti júlídagurinn sá 23. áriđ 1998, međalhiti 7,2 stig, en sá hlýjasti sá 30. áriđ 2008, međalhiti 17,5 stig. 


Bloggfćrslur 15. júlí 2017

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 29
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 520
  • Frá upphafi: 2343282

Annađ

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 472
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 23

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband