Sumardagar og sumareinkunn það sem af er

Ritstjóri hungurdiska hefur undanfarin ár búið til lista yfir það sem hann kallar sumardaga í Reykjavík og á Akureyri. Skilgreininguna má finna í eldri pistli (20. júní 2013).

Niðurstaða talningar fyrir maí og júní í ár kemur nokkuð á óvart miðað við það hvaða umtal veðráttan hefur fengið. Sumardagarnir í Reykjavík eru 8 til þessa (þar af 3 í maí), en 16 á Akureyri (þar af 9 í maí). Á árunum 1961 til 1990 var heildarfjöldi sumardaga hvers árs að meðaltali 13 í Reykjavík, en 35 á Akureyri. Á þessari öld hefur veðurlag verið hagstæðara og meðalsumardagafjöldi í Reykjavík 35, en 43 á Akureyri. Um samanburð og úttekt á því besta og versta má lesa í uppgjörspistli ársins í fyrra (3. september)

Ritstjórinn reiknar einnig það sem hann kallar sumareinkunn. Hún miðast við meðalhita, úrkomu, úrkomudaga- og sólskinsstundafjölda. Einstakur mánuður getur hæst náð 16 stigum. Júnímánuður 2017 fær líklega 8 í Reykjavík - ekkert sérlega gott, en ekkert sérlega slæmt heldur. 


Bloggfærslur 1. júlí 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 7
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 405
  • Frá upphafi: 2343318

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 366
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband