Frá skemmtideild evrópureiknimiđstöđvarinnar

Ýmislegt undarlegt sést í framtíđarspám reiknimiđstöđva - flest ţađ óvenjulegasta er einfaldlega rangt og gengur ekki eftir. En veđurnörd hafa af ţví töluverđa ánćgju ađ fylgjast međ öllum fyrirganginum - ţó óraunverulegur sé. 

Tilfinningin er sú ađ hitabylgjur - sem svo ekkert verđur úr - séu algengari en kuldaköst í 8 til 10 daga spám, en kuldaköst - sem aldrei verđa neitt - aftur á móti í 4 til 7 daga spánum. Ţetta er ţó ađeins tilfinning ritstjóra hungurdiska - ekki raunhörđ stađreynd. 

Nú bregđur svo viđ ađ bođiđ er upp á snarpan kulda í sjödagaspá hádegisrununnar í dag (20. júní). 

w-blogg200617a

Kuldapollurinn sem hér er settur viđ Vesturland eftir viku á ađ koma hratt úr norđri - ţar sem kuldapollavirkni er međ ţroskađasta móti um ţessar mundir. Viđ sjáum bláan lit í miđju hans, ţykktin er ţar minni en 5280 metrar. Svo lágar tölur eru sjaldséđar hér viđ land eftir sólstöđur og vel frameftir ágústmánuđi. Ekki ţó dćmalausar - jónsmessukastiđ frćga 1992 var sýnu efnismeira en ţetta sem hér er brugđiđ upp. Ţá snjóađi í efstu byggđum á höfuđborgarsvćđinu. - Fleiri dćmi má finna sé skinniđ skafiđ. 

En viđ skulum ekki taka ţessari spá mjög alvarlega fyrr en nćr dregur - ţangađ til telst hún eingöngu á vegum skemmtideildar evrópureiknimiđstöđvarinnar. 


Bloggfćrslur 20. júní 2017

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 1496
  • Frá upphafi: 2348741

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1302
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband