Af sjávarhitavikastöđu

Viđ lítum til gamans á spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um sjávarhita á Norđur-Atlantshafi nćstu vikuna (12. til 19. júní).

w-blogg130617a

Heildregnar línur sýna međalsjávarmálsţrýstispá fyrir sömu viku, en strikalínur yfirborđssjávarhita. - Kortiđ skýrist nokkuđ sé ţađ stćkkađ. Strikalínurnar eru dregnar međ 2 stiga bili. Litir sýna vik yfirborđshita sjávar frá međallaginu 1981 til 2010. Á hafísslóđum (svosem viđ strendur Grćnlands) er lítiđ ađ marka ţessi vik - en ţau eru samt reiknuđ. 

Viđ sjáum ađ enn er hlýtt á norđurslóđum - bćđi fyrir norđan og austan Ísland og undan Vestur-Grćnlandi. Kalt er í Eystrasalti - sumarsól gćti breytt ástandinu ţar hratt - fái hún ađ skína. 

Kaldi bletturinn suđvestur í hafi er enn nokkuđ áberandi - en vikin eru ţó víđast hvar minni en -1 stig - á milli -1 og -2 á allstóru svćđi og rétt slćr í -2,1 ţar sem mest er. 

Neikvćđ vik ríkja međfram Labradorströnd og til suđurs í kringum Nýfundnaland - ţar sem ţau magnast nokkuđ. Ís mun hafa veriđ ţar međ meira móti í vor miđađ viđ ţađ sem algengast hefur veriđ á síđari árum, en ritstjóri hungurdiska hefur ekki enn séđ neitt alvöruuppgjör á magninu miđađ viđ lengri tíma. 

Mjög stór neikvćđ (og jákvćđ) vik eru viđ norđurjađar Golfstraumsins. Vik á ţessu svćđi eru gjarnan mjög stór - til beggja vikhanda. Ţađ er eđlilegt vegna ţess ađ Golfstraumurinn liggur ţarna gjarnan í stórum sveigum - međ köldum sjó ađ norđan á milli. Munur á hita hans og kaldsjávarins er mikill, meiri en 10 stig á innan viđ 200 km breiđu svćđi. - Mjög litlar tilfćrslur ţarf ţví til ađ búa til mjög stór vik, jafnvel enn meiri en ţau sem viđ hér blasa viđ (hćsta neikvćđa talan er hér -6,2 stig). Ţeir sem treysta sér til ađ rýna vel í kortiđ geta séđ ţetta vel - strikalínurnar ţurfa ađ fćrast mjög lítiđ úr stađ til ađ ţessi stóru stađbundnu neikvćđu vik hverfi - eđa verđi einn meiri. 

Annađ mál er međ ţau neikvćđu vik sem áđur var fjallađ um og ţekja víđáttumikil hafsvćđi - ţau hverfa ekki svo glatt. Ţađ er ţó ţannig ađ sólarylur sumarsins gćti útrýmt ţeim tímabundiđ - en um ţau mál, lagskiptingu og blöndun höfum viđ rćtt einhvern tíma áđur hér á hungurdiskum og verđur ţađ ekki endurtekiđ ađ sinni. 


Bloggfćrslur 13. júní 2017

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 179
  • Sl. sólarhring: 352
  • Sl. viku: 1495
  • Frá upphafi: 2349964

Annađ

  • Innlit í dag: 155
  • Innlit sl. viku: 1358
  • Gestir í dag: 154
  • IP-tölur í dag: 149

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband