Mikil hlýindi (austurundan)

Hingað til hefur hiti í mars verið ekki svo fjarri meðallagi lengst af. Nú virðast heldur meiri hlýindi framundan. - Sýnd veiði en ekki gefin auðvitað því spár eru bara spár. 

w-blogg250317a

Kortið ætti að vera kunnuglegt fastagestum hungurdiska. Það gildir síðdegis á sunnudag (26. mars) og sýnir hæð 500 hPa-flatarins á norðurhveli jarðar (heildregnar línur) og þykktina (litir). Þykktin sýnir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Gulu og brúnu litina teljum við helst til sumarhita og nær hann á sunnudaginn langt norður fyrir venjulega stöðu fyrir austan land. Jafnvel hægt að tala um hitabylgju yfir Noregi og Danmörku. 

Fjöll í Noregi gætu dregið eitthvað af hlýindunum niður til byggða, en líklegra er að þau svífi yfir hinni flötu Danmörku. Danska veðurstofan er þó að tala um 10 til 13 stiga hita þar um slóðir. 

Þó mestu hlýindin séu hér fyrir austan okkur má vera að tveggjastafatölur verði á mælum nyrðra og eystra - en trauðlega efni í hitamet. 

Svo er gert ráð fyrir að hlýindi ríki áfram í háloftum á þessum slóðum - og jafnvel hér á landi líka. 

w-blogg250317b

Hér má sjá tíudagaspá evrópureiknimiðstöðvarinnar. Jafnhæðarlínur eru heildregnar. Af þeim má ráða að áttin verður suðvestlæg - með hæðarsveigju (hlýindalegt). Jafnþykktarlínur eru hér strikaðar (sjást betur sé myndin stækkuð). Þær eru nokkuð þéttar (eins og jafnhæðarlínurnar) - það þýðir að kalt loft liggur líklega inn undir það hlýja - við slíkar aðstæður ofmetur þykktin hitann við jörð. 

Litirnir sýna þykktarvikin - miðað við tímabilið 1981 til 2010. Bleikrauði liturinn sýnir svæði þar sem þykktarvikið er meira en 100 metrar. Þar er hiti meira en 5 stigum ofan meðallags í neðri hluta veðrahvolfs. - Kannski náum við 2 til 3 stiga viki niðri í mannheimum? - Það er býsna mikið í tíu daga. 

En það verður stutt í kalda loftið norðurundan og sjálfsagt mun það sleikja landið suma dagana. 


Bloggfærslur 25. mars 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 41
  • Sl. sólarhring: 52
  • Sl. viku: 532
  • Frá upphafi: 2343294

Annað

  • Innlit í dag: 38
  • Innlit sl. viku: 484
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband