Greiðar leiðir

Leiðir lægða um Atlantshaf eru frekar greiðar þessa dagana. - En samt fer hver þeirra hjá með sínum hætti. Nokkrar hitasveiflur fylgja hverri lægð - og það er styttra í kalda loftið en það hlýja.

w-blogg120317a

Þetta kort sýnir hæð 500 hPa-flatarins og þykktina eins og evrópureiknimiðstöðin spáir henni síðdegis á þriðjudag 14. mars. Þá er mánudagslægðin komin hjá, en miðvikudagslægðin verður suður í hafi. Þessar lægðin báðar virðast ætla að fara sunnan við land. Vonskuveður er sunnan við þær - en mun skárra norðan við því langt er í mjög kalt loft sem hefði afl til að búa til norðaustan- eða norðanátt að ráði. 

En þar sem lægðirnar fara fyrir sunnan land - og ekki er nægilega mikið af köldu lofti til að búa til mikla norðanátt - er líklegt að áttin verði vestlæg sunnanlands í kjölfar lægðanna - og þar með hætta á snjókomu eða éljagangi. Norðanlands hlýtur að gera norðanátt með éljum einhverja dagana. 

Undanfarna viku dró mjög úr afli kuldapollsins mikla, Stóra-Bola. Hann er þó enn við góða heilsu og líklegt talið að honum aukist aftur ásmegin. - Veturinn er ekki búinn enn (enda ekki við því að búast).  


Bloggfærslur 12. mars 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 22
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 513
  • Frá upphafi: 2343275

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 465
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband