Öfugsniši

Stundum tekur upp į žvķ aš snjóa ķ noršaustanįtt į Sušurlandi. Spįr eru ekki alveg sammįla um hvort žaš gerist nś - eša žį hversu mikiš, en rétt er aš lķta į mįliš. 

Fyrst er ein af hinum erfišu snišmyndum sem stundum er brugšiš upp hér į hungurdiskum.

w-blogg041217a

Lįrétti įsinn sżnir breiddarstig - eftir lķnu sem liggur žvert yfir Ķsland eins og smįmyndin ķ efra horni til hęgri sżnir. Lóšrétti įsinn sżnir hęš yfir sjįvarmįli (ķ žrżstieiningum). Hįlendi landsins rķs upp fyrir mišjum lįrétta įsnum sem grį klessa. Sušur er til vinstri, en noršur til hęgri. Jafnmęttishitalķnur eru heildregnar, vindörvar hefšbundnar og vindhraši er sżndur meš litum. 

Nešst į myndinni er austan- og noršaustanįtt rķkjandi, hvöss undan Sušurlandi. Ofar er vindur mjög hęgur (gręnn litur) en žar ofan viš vex vindur af sušvestri žar til komiš er ķ kjarna heimskautarastarinnar ķ um 9 km hęš (300 hPa). 

Žessi breyting vindhraša og stefnu meš hęš heitir „reverse shear“ į erlendum mįlum - sem ritstjórinn kżs aš kalla „öfugsniša“ į ķslensku. 

Viš skulum taka eftir žvķ aš mjög mikill halli er į jafnmęttishitalķnunum. Žęr sem liggja um gręna beltiš į myndinni eru mörgum kķlómetrum lęgri fyrir sunnan land (til vinstri) heldur en fyrir noršan. Kuldinn ķ nešri lögum „eyšir“ sušvestanįttinni og bżr til noršaustanįtt ķ staš hennar. 

Ķ žessari stöšu dregur mjög śr įhrifum landslags į śrkomumyndun, žį getur snjóaš (eša rignt) į Sušurlandi ķ noršaustanįtt. Sušvestanįttin ķ hįloftunum sér um žaš. 

w-blogg041217b

Hér mį sjį tillögu evrópureiknimišstöšvarinnar um sjįvarmįlsžrżsting og śrkomu į sama tķma og snišiš hér aš ofan sżndi. Noršaustanįtt er rķkjandi į landinu, en samt er ašalśrkomusvęšiš yfir Sušurlandi. 

w-blogg041217c

Hįloftakortiš (500 hPa) sżnir allt ašra mynd. Mjög skarpt lęgšardrag er viš Vesturland og mikill sušvestanstrengur austan žess. Mjög mikill hitabratti er į myndinni, hiti yfir Mżrdalnum er um -28 stig, en -38 stig yfir Vestfjöršum. Til allrar hamingju fór lęgšardragiš į mis viš hlżja loftiš žegar žaš fór framhjį Ķslandi (annars hefšum viš fengiš meirihįttar illvišri) - en spįr benda nś til žess aš žaš nįi ķ skottiš į žvķ viš Skotland. Žar er žvķ spįš aš lęgš dżpki grķšarlega į mišvikudagskvöld. Žį veršur lęgšardragiš komiš vel framhjį Ķslandi - og venjuleg noršanįtt tekin viš. 

Žegar žetta er skrifaš (aš kvöldi mįnudags) er enn mjög óljóst hvort žaš nęr aš snjóa sunnanlands og hversu mikiš žaš veršur.

Iga-harmonie-lķkaniš stingur upp į žessari stöšu kl.6 į mišvikudagsmorgni.

w-blogg041217d

Hér er śrkoman öllu minni en hjį evrópureiknimišstöšinni, en samt nęr hśn til Reykjavķkur. Lķkaniš spįir nś um 20 cm austur ķ Įrnessżslu og enn meiru į stöku staš. En žaš hreinsar frį um leiš og vindur snżst śr sušvestri ķ noršur ķ hįloftunum. Žį kólnar lķka rękilega.

Lęgšardrög sem žessi - meš öfugsniša - eru mishrašfara. Fari žau hęgt hjį getur snjóaš mjög mikiš og sumir fręgustu sunnlenskir byljir eru žessarar ęttar, t.d. mannskašabylurinn fręgi ķ febrśar 1940 sem ritstjóri hungurdiska hefur velt nokkuš fyrir sér - en ekki getaš komiš frį sér texta um. Kannski honum takist einhvern tķma aš hreinsa žann snjó frį vitum sér. 


Hafķskoma ķ desember 2001

Ķ fornum hungurdiskapistli (25. nóvember 2010) var fjallaš um ķskomur viš Ķsland og žį sérstaklega svonefndan „vesturķs“. Žegar slaknar į noršaustanįttinni ķ Gręnlandssundi dreifir ķsinn žar śr sér og getur borist inn ķ hlżrri sjó nęr Ķslandi og jafnvel upp aš ströndum landsins. Žetta getur gerst jafnvel žótt sįralķtill ķs sé ķ sundinu standi įttleysa eša sušvestanįtt nęgilega lengi - og į hvaša tķma įrs sem er. Undanfarin įr hefur stašan hins vegar veriš óvenjuleg aš žvķ leyti aš Gręnlandssund hefur stundum oršiš alveg ķslaust um tķma į hausti. - Viš slķk skilyrši kemur aš sjįlfsögšu enginn ķs žótt noršaustanįttin bregšist. 

Ekki var mikill ķs ķ sundinu haustiš 2001 en eftir žrįlįtar sušvestanįttir ķ desember barst ķs samt aš Vestfjöršum og ķ lok mįnašarins og ķ byrjun janśar truflaši hann siglingar viš Hornstrandir. 

Įstęšu žessarar ķskomu ķ ķslitlu įri mį sjį į kortinu hér aš nešan.

w-blogg041217a

Žaš sżnir sjįvarmįlsžrżsting desembermįnašar 2001 og vik hans frį mešallagi įranna 1981 til 2010. Vikasvišiš sżnir aš sušvestanįttir hafa veriš mun tķšari en aš mešallagi ķ Gręnlandssundi - ešlilegt rennsli ķss utan mišlķnu milli Ķslands og Gręnlands hefur truflast og ķs lent austan straumaskila og hann svo borist upp aš Hornströndum. 


Bloggfęrslur 4. desember 2017

Um bloggiš

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er vešurfręšingur og įhugamašur um vešur.

Fęrsluflokkar

Mars 2018
S M Ž M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nżjustu myndir

 • w-blogg230318a
 • w-blogg220318-1913i
 • w-blogg210318i
 • arsskyrsla 2016-hlyindi-a
 • w-blogg210318a

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (24.3.): 171
 • Sl. sólarhring: 231
 • Sl. viku: 3452
 • Frį upphafi: 1589728

Annaš

 • Innlit ķ dag: 136
 • Innlit sl. viku: 3076
 • Gestir ķ dag: 118
 • IP-tölur ķ dag: 115

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband