Efnislega svipuð spá

Fyrir viku litum við á spá evrópureiknimiðstöðvarinnar um sjávarmálsþrýsting og þrýstivik fyrir síðustu viku desembermánaðar (25. til 31.). Sú spá var mjög eindregin. Skemmst er frá því að segja að ný spá fyrir sömu viku er efnislega svipuð (nærri eins). Spár sem þessar eru reyndar birtar tvisvar í viku hverri og var sú sem kom á fimmtudaginn ekki alveg eins lík fyrri spá og þessi er. 

w-blogg181217a

Hér má sjá mikið neikvætt þrýstivik fyrir suðaustan land. Miðja þess sýnir -20,8 hPa, stærsta vikið fyrir viku var 15 hPa. Enn er því verið að spá sömu umskiptum um jólin - úr vestlægum áttum í norðaustlægar. Rætist þessi vikaspá verður úrkomusamt norðanlands og austan - aðallega snjór, en þurrt syðra. Hvort vindasamt verður er enn mjög óljóst. 

Ekki er heldur mikill munur á hitaspánum nú og fyrir viku, norðaustanáttin á ekki að vera af köldustu gerð - hiti þó trúlega rétt neðan meðallags árstímans. Hiti í norðanátt er sjaldan ofan þess. 

Hringrás vinda á norðurhveli á að gerast mjög stórgerð um jólin og umskiptin hér tengjast þeirri atburðarás. Hvort úr verður vitum við ekki en fylgjumst með ef eitthvað sérlega óvenjulegt á sér stað. 


Bloggfærslur 18. desember 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 342
  • Sl. sólarhring: 354
  • Sl. viku: 1916
  • Frá upphafi: 2350543

Annað

  • Innlit í dag: 259
  • Innlit sl. viku: 1708
  • Gestir í dag: 245
  • IP-tölur í dag: 244

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband