Eindregin spá (en hvort eitthvað er svo að marka hana?)

Þriggja vikna spár evrópureiknimiðstöðvarinnar eru oftast harla óljósar (enda eins gott). Stundum ber þó við að fastar er kveðið að og þannig er það í dag. 

w-blogg111217a

Hér má sjá spá um meðalsjávarmálsþrýsting og vik hans frá meðallagi vikuna 25. til 31. desember. Þrýstingur langt undir meðallagi um Bretlandseyjar - kuldastroka frá Kanada út á Atlantshaf en Ísland í mjög ákveðinni (en til þess að gera mildri) norðanátt með snjókyngi nyrðra en þurrviðri syðra. 

Það telst mild norðanátt sem nær hitanum varla niður fyrir meðaltal desembermánaðar. 

En ýmislegt á eftir að gerast í veðrinu fyrir jól - 


Fyrsti þriðjungur desembermánaðar

Meðalhiti fyrstu tíu daga desembermánaðar var -0,6 stig í Reykjavík, -1,3 stigum undir meðallagi sömu daga áranna 1961 til 1990 og -0,8 undir meðallagi síðustu tíu ára. Á öldinni er hitinn í 12.hlýjasta sæti (af 17). Langkaldastir voru þessir dagar 2011, meðalhiti þeirra var þá -4,8 stig.

Á langa listanum er reykjavíkurhitinn í 96. sæti af 142. Dagarnir tíu voru hlýjastir í fyrra, +7,1 stig, en kaldastir 1887, -7,2 stig. Dagurinn í dag skilaði mesta frosti ársins til þessa á Veðurstofutúni, -8,4 stigum (reyndar -8,8 á kvikasilfursmælinum í gamla skýlinu). 

Á Akureyri er meðalhiti fyrstu 10 daga desembermánaðar -1,2 stig, +0,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára, en -0,8 undir meðallagi 1961 til 1990. 

Vikum er mjög misskipt á landið, hiti er enn ofan meðallags síðustu tíu ára um landið norðaustanvert, mest +1,5 stigum yfir því í Möðrudal, en kaldast hefur verið um landið suðvestan- og vestanvert. Mesta neikvæða vikið er á Húsafelli, -2,2 stig.

Þurrt hefur verið í veðri, þurrast að tiltölu á Suðausturlandi, en í Reykjavík hefur úrkoman mælst 17,1 mm, um 60 prósent meðallags. 

Þess má að lokum geta að óvenjuhlýtt er nú víða á Grænlandi, hiti komst í 10 stig í Narsarsuaq og meir en 7 stig í Syðri-Straumfirði.


Bloggfærslur 11. desember 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 29
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 1520
  • Frá upphafi: 2348765

Annað

  • Innlit í dag: 28
  • Innlit sl. viku: 1326
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband