Sunnanátt á Kanaríeyjum

Sunnanátt er óþægileg á Kanaríeyjum (það er að segja fyrir veðurspámenn). Eyjarnar eru lengst af í staðvindabelti norðurhvels. Þar blæs vindur úr norðaustri. Skýjað og súldarsamt er áveðurs á eyjunum (norðaustanmegin) en bjart og þurrt suðvestanímóti. Austustu eyjarnar eru næst Afríku og þar er líka þurrast, en líkur á úrkomu vaxa eftir því sem vestar dregur.

Stöku sinnum bregður út af reglu. Einna verst verður þegar vetrarkuldapollar færast til suðvesturs til eyjanna frá Spáni. Uppskrift að úrhelli og illviðrum víðs vegar um eyjarnar. Sömuleiðis eru sandstormar frá Afríku illræmdir - en þá er vindáttin ekki ósvipuð því sem venjulegt er - vindur bara meiri.

Þarlendir veðurfræðingar minnast einnig á lægðir og lægðardrög sem koma úr vestri - þau eru óþægileg að því leyti að með þeim kemur stundum mikil sunnanátt - sem þá snýr við venjulegu veðurlagi. Þá getur rignt mikið sunnanmegin á eyjunum - einkum þeim vestari. 

Í dag er staðan einmitt þannig.

w-blogg241117xa

Hér er mynd sem tekin er nú síðdegis (og dreift frá Dundee í Skotlandi). Landskipunarnæmir munu kenna Gíbraltarsund í efra hægra horni myndarinnar. Kanaríeyjar eru teiknaðar lauslega á miðja mynd. Þar fyrir vestan er myndarlegt lægðarsvæði á hreyfingu til norðausturs, en mikill regnbakki á milli þess og eyjanna. 

Spænska veðurstofan gerir ráð fyrir því að mikið muni rigna á La Palma og El Hierro og rigning og sunnanátt muni jafnvel ná til Tenerife. Á vestari eyjunum er í gildi glóaldingul viðvörun um bæði vind og rigningu og þrumuveður á morgun, laugardag 25. nóvember. Á Tenerife er gul vindviðvörun látin nægja.

Regnþykknið mun að sögn hafa minni áhrif á austureyjunum. 


Bloggfærslur 24. nóvember 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 356
  • Sl. sólarhring: 488
  • Sl. viku: 1672
  • Frá upphafi: 2350141

Annað

  • Innlit í dag: 317
  • Innlit sl. viku: 1520
  • Gestir í dag: 308
  • IP-tölur í dag: 296

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband