Sumarvindar (í 12 km hæð)

Ritstjóri hungurdiska heyrði á dögunum tíst um að vindhraði í 200 hPa-fletinum (12 km hæð) hefði verið með mesta móti á Norður-Atlantshafi í sumar. Það Norður-Atlantshaf sem talað var um er að vísu ekki alveg það sama og oftast er í hugum okkar, en það var samt vissara að athuga hvernig staðan hefði verið yfir okkur - svona til að geta svarað fyrir þetta við árekstur.

Auðvelt var að reikna meðalvindhraða sumarsins yfir Keflavíkurflugvelli og bera hann saman við vindhraða fyrri sumra. Niðurstaðan er sú að ekkert óvenjulegt var um að vera í 12 km hæð yfir okkur.

w-blogg801017a

Hér má sjá meðalvindhraða í 200 hPa-fletinum í júní til ágúst hvert ár frá 1953 til 2017. Vindhraði var með minna móti í sumar. Vindhraði er greinilega mjög breytilegur frá ári til árs - langmestur sumarið 1983, en einnig mikill 1955, 1976 og 1995. Þeir sem hafa góðar fortíðartengingar muna þessi sumur öll annað hvort á eigin skinni eða af afspurn. 

En við erum greinilega fyrir norðan öll óvenjulegheit í vindstyrk við veðrahvörfin. 


Bloggfærslur 8. október 2017

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 1588
  • Frá upphafi: 2350215

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 1461
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband