Næsta lægð

Nú virðast verða dálítil kaflaskil í veðri - það er reyndar ekki fullljóst hvert verður efni næsta kafla - kannski fer allt í sama farveg eftir stutt millispil. En næsta lægð er þegar þetta er skrifað (seint á þriðjudagskvöldi 7. janúar) í foráttuvexti nyrst í Labrador. Evrópureiknimiðstöðin segir hana fara niður í 941 hPa í nótt - en hún grynnist síðan fljótt aftur. Þessi lága tala er óvenjuleg á þessum slóðum - en þó langt í frá einsdæmi.

En um hádegi á fimmtudag hefur lægðin grynnst verulega (972 hPa í miðju) á nánast sama stað en hefur sent á undan sér úrkomusvæði átt til okkar. Þetta sést vel á kortinu a neðan sem er úr smiðju hirlam-líkansins.

w-blogg070114a

Lægð hefur myndast skammt austur af Hvarfi á Grænlandi eins og iðulega gerist þegar stór lægðakerfi rekast á Grænland úr vestri. Strikalínurnar á kortinu sýna hita í 850 hPa-fletinum. Lægstu tölurnar eru yfir Labrador - sunnan við lægðina - þar má sjá -35 stiga jafnhitalínuna - ekki alveg óvenjulega á þeim slóðum.

En kalda loftið breiðist eins og blævængur til austurs út yfir Atlantshafið (bláu örvarnar). Vegna þess að framrásin dreifist á lengri og lengri línu að baki skilanna (falin í græna beltinu) á undan hægja þau á sér og er ekki enn útséð um það hvenær úrkoman byrjar hér á landi. Ekki er heldur ljóst hvers konar veður er að baki skilanna - þar gæti verið býsna mikil snjókoma. En á undan er hlýrra loft, af jafnhitalínunum má ráða að þar er hiti í 850 hPa aðeins rétt neðan frostmarks. Sé það rétt mun rigna á undan skilunum.

Framtíðin er ekki ljós. Lægðardrag er þar sem x-merkið er sett lengst til vinstri á myndinni og við y-ið má sjá einhvers konar úrkomubakka - efniviður í nýja lægð sem e.t.v. veldur illviðri hér þegar kemur fram á sunnudag eða mánudag - en jafnframt gæti háloftafyrirstaða verið að byggjast upp norðan við land. 


Bloggfærslur 8. janúar 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 159
  • Sl. sólarhring: 291
  • Sl. viku: 1377
  • Frá upphafi: 2485842

Annað

  • Innlit í dag: 149
  • Innlit sl. viku: 1203
  • Gestir í dag: 144
  • IP-tölur í dag: 144

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband