Linnulítil úrkoma

Í norðaustanáttinni að undanförnu hefur úrkoma verið mjög mikil sums staðar á norðan- og austanverðu landinu. Úrkomumagninu hefur þó verið mjög misskipt. Fyrstu fimm dagana (fram til kl.18 á skeytastöðvum og til kl. 9 á úrkomustöðvum) hefur úrkoman verið mest á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði - rúmlega 200 millimetrar.

Úrkoman er komin yfir 100 mm á nokkrum stöðvum á Austfjörðum, Desjarmýri á Borgarfirði eystra, á Hánefsstöðum í Seyðisfirði, í Neskaupstað og á Gilsá í Breiðdal.

Þess má líka geta að meðalhiti fyrstu 5 daga mánaðarins er 2,4 stigum ofan meðallags síðustu 10 ára í Reykjavík og 2,5 á Akureyri. Kaldara hefur verið á Vestfjörðum en í Bolungarvík hefur hiti verið 0,6 stigum undir meðaltali sama tíma. Þessi hlýindi er óvenjulegust fyrir þær sakir að norðaustanátt hefur verið ríkjandi, norðanáttin meira að segja sterkari heldur en austanáttin.


Bloggfærslur 6. janúar 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 154
  • Sl. sólarhring: 287
  • Sl. viku: 1372
  • Frá upphafi: 2485837

Annað

  • Innlit í dag: 147
  • Innlit sl. viku: 1201
  • Gestir í dag: 142
  • IP-tölur í dag: 142

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband