5.1.2014 | 01:51
Af heiðhvolfinu í byrjun árs
Það er best að lauma inn einni færslu með fréttum úr heiðhvolfinu - svo lítið beri á. Eigendafélagið segir að fáir hafi áhuga á slíku og það sé því ekki bloggefni.
Heiðhvolfið hefur komið oft við sögu á hungurdiskum (sennilega um 20 sinnum alls), má þar t.d. nefna pistil frá 2. janúar í fyrra. Eins og margir vita er lofthjúpnum skipt í hvolf - eftir því hversu hiti breytist hratt með hæð. Veðrahvolfið er neðst - ofan á því liggja veðrahvörf en heiðhvolfið er þar ofan á. Veðrahvörfin liggja mishátt - hæst í hitabeltinu. Þar eru 16 til 18 kílómetrar upp í þau. Yfir heimskautaslóðum liggja þau lágt - oft í 8 til 10 km hæð en stundum neðar.
Við lítum á tvö kort sem sýna hita í 30 hPa-fletinum og hæð hans. Annars vegar er spákort sem gildir síðdegis á mánudaginn (6.1. 2014) en hins vegar kort frá sama degi í fyrra. Fyrst nýja kortið.
Gríðarmikil lægðarmiðja er yfir Norður-Grænlandi og nær hringrás lægðarinnar um mestallt norðurhvel. Jafnhæðarlínur eru heildregnar og sýna hæð flatarins í dekametrum (1 dam = 10 metrar). Lægðarmiðjan er í 21900 metra hæð - en hæðin við Aljúteyjar er nær upp í 24000 metra (24 km). Hiti í lægðarmiðjunni er um -85°C en hæstur yfir Austur-Síberíu sunnanverðri. Þar er ekki nema -32 stiga frost. Mjög hlýtt er yfir Miðjarðarhafi.
Kortið frá í fyrra er allt öðru vísi.
Á þrettándanum í fyrra (6.1.) skiptist heiðhvolfslægðin snögglega í tvennt - og hvarf nærri því um tíma um mánuði síðar. Hér á landi fengum við fyrst einhverja hlýjustu janúar og febrúarmánuði allra tíma - og síðan varð meðalloftþrýstingur í mars sá hæsti um áratugaskeið. Miklir kuldar ríktu um stund í Vestur-Evrópu og einnig var kalt í Ameríku.
Afgang ársins var mikið rætt um tengsl þessa veðurlags við atburðinn í heiðhvolfinu. Sá orðrómur er á kreiki að meira hafi verið um röskun á heiðhvolfshringrásinni síðustu 4 til 5 árin en verið hefur lengi. Tilhneiging er til að tengja allar stórar uppákomur breyttu veðurlagi vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa af manna völdum - og stórir heiðhvolfsatburðir eru ekki undanskildir. En skyldi vera eitthvað til í því?
Í dag (laugardaginn 4. janúar) er allt með felldu í heiðhvolfinu - eða hvað? Ritstjórinn gefur heiðhvolfinu auga á næstu vikum (eins gott).
Bloggfærslur 5. janúar 2014
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 153
- Sl. sólarhring: 289
- Sl. viku: 1371
- Frá upphafi: 2485836
Annað
- Innlit í dag: 146
- Innlit sl. viku: 1200
- Gestir í dag: 141
- IP-tölur í dag: 141
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010