Enn ein risalægðin á Atlantshafi

Risalæðaskeiðinu virðist ekki enn lokið á Atlantshafi. Ritstjórinn man vel eftir fyrstu risalægðinni sem hann sá á vaktinni. Það var 8. febrúar 1982. Lægðin var um 930 hPa djúp þegar hún var upp á sitt besta og hér á landi fór þrýstingurinn niður í 937 hPa, það læsta sem þá hafði sést á mælum í 40 ár. Þótt ekki hafi liðið svo langur tími á milli 930 hPa lægða á Atlantshafinu í heild minntist ritstjórinn þess ekki (1982) að hafa séð 935 hPa jafnþrýstilínuna nema einu sinni áður frá því hann fór að liggja í veðurkortum 20 árum áður. Veðurkort voru ekki eins auðfengin og nú - og ábyggilega hafa einhverjar 930 hPa lægðir farið hjá á þessum tíma - án þess að fara yfir Ísland.

En frá og með þessari lægð 1982 var eins og nýir tímar væru gengnir í garð. Auðvitað var ekki hægt að segja að 930 hPa lægðir yrðu algengar - en þær fóru að sjást við og við. En undanfarinn mánuð hefur hins vegar keyrt um þverbak - og enn er lægð spáð niður í 930 hPa.

Evrópureiknimiðstöðin segir 927 hPa kl. 06 á sunnudag 5. janúar á kortinu hér að neðan.

w-blogg030114a 

Við sleppum við versta veðið - en samt sér lægðin til þess að veðurlag helst svipað áfram og verið hefur. Hlýtt loft gengur yfir landið úr suðaustri - þrengir að kaldara lofti fyrir norðan og úr getur orðið leiðinda norðaustanbryðja. 

Annað mál:

Lesandi sem reiknað hefur út að meðalhiti ársins 1995 í Reykjavík er 4,95 stig spyr hvort hann heiti 4,9 eða 5,0 með einum aukastaf.

Því er til að svara að í þessu tilviki verður meðalhitinn að heita 4,9 stig því ekki er hægt að hækka upp tvisvar. Sé reiknað með fjórum aukastöfum er útkoman 4,9458 stig - það dugar ekki í 5,0.

En hér er rétt að gefa reiknireglum gaum. Það er nefnilega þannig að ársmeðalhiti er skilgreindur sem meðaltal hita mánaðanna tólf - án tillits til lengdar þeirra. Við getum því fengið aðra útkomu ef við reiknum meðalhita ársins með því að reikna alla daga jafna. Í ár kemur þetta þannig út að  ársmeðalhiti í Reykjavík er 4,9559 stig - það dugar í 5,0 stig. Sé gengið enn lengra og meðaltal allra athugana (á 3 stunda fresti) reiknað verður útkoman 4,9516 stig - nægir líka í 5,0 stig.

Hvað sem mönnum finnst er meðalhitinn 2014 í Reykjavík „4,9“ stig samkvæmt reglum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar - og þeim er fylgt. Það er oftar þannig að reglan lækkar meðaltalið lítillega - febrúar hefur aðeins of mikið vægi - hann er kaldur. En langt er síðan ritstjórinn hefur reiknað muninn kerfisbundið. Það má gera síðar.


Bloggfærslur 3. janúar 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 152
  • Sl. sólarhring: 288
  • Sl. viku: 1370
  • Frá upphafi: 2485835

Annað

  • Innlit í dag: 145
  • Innlit sl. viku: 1199
  • Gestir í dag: 140
  • IP-tölur í dag: 140

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband