Þriðja (misheppnaða?) kuldaásóknin úr vestri (í þessum mánuði)

Eins og fram kom á þessum vettvangi í fyrradag er lítið um kalt loft í námunda við landið - aðallega heimatilbúið. En á fimmtudaginn koma kuldaskil úr vestri - og virðast ætla að fara svipað að og þau tvenn síðustu - að slefast í vestanátt með snjókomu en síðan tekur austanáttin furðuhlýja við aftur.

Við skulum líta á óvenjulegt kort - það sýnir sjávarmálsþrýsting eins og evrópureiknimiðstöðin spáir honum um hádegi á miðvikudag. En á kortinu má líka sjá vind í 700 hPa-fletinum (við þykjumst varla sjá hann), þykktina (svartar strikalínur) og þykktarbreytingu næstliðnar sex klukkustundir á undan gildistíma spárinnar.

w-blogg280114a 

Bláa flykkið er þykktarbreyting - inni í kjarnanum (fjórða bláa lit) hefur þykktin fallið um 120 metra. Þar hefur kólnað um 6 stig á 6 tímum. Heildarkólnun er meiri því það tekur blámann meir en 6 klukkustundir að fara alveg yfir. Þarna eru býsna öflug kuldaskil á leið til austurs og norðausturs.

Þau eru líka á leið til suðausturs og til að komast til Íslands verður eitthvað af þeim að geta hreyfst til norðausturs. Gliðnunin (breikkun víglínunnar) þýðir að það linast á framsókninni og skilin rétt komast til Íslands áður en þau eyðast. Spáin nú segir að þau komi inn á Suðvesturland síðdegis á fimmtudag - en aðeins 12 stundum síðar verði næsta austanáttarlægð mætt á svæðið.

Nú (á mánudagskvöldi) lifa fjórir dagar af janúar og enn lifir líka vonin um fyrsta frostlausa janúarmánuðinn hér á landi. Sömu stöðvar og fyrr eru með í keppninni, Stórhöfði, Vattarnes og Seley (en þar er stendur núll komma núll enn sem lægsti hitinn). Vestmannaeyjabær er þegar dottinn út úr keppni bæði vegna kulda (-0,5 stig) og á tæknivillu (fáeinar lágmarksathuganir vantar). Þetta verður ansi tæpt.  

Mánaðarmeðalhitinn er enn í 8. sæti allra hlýjustu og á Akureyri í 10. sæti. Á topp tíu janúarlista Reykjavíkur eru nú þrjú árapör, 1946 og 1947, 1972 og 1973 og 2013 og 2014. Hvernig skyldi standa á því? (- Því er þannig varið að ritstjórinn veit ekki svarið).


Bloggfærslur 28. janúar 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 173
  • Sl. sólarhring: 303
  • Sl. viku: 1391
  • Frá upphafi: 2485856

Annað

  • Innlit í dag: 160
  • Innlit sl. viku: 1214
  • Gestir í dag: 154
  • IP-tölur í dag: 154

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband