Af háum lágmarkshita

Fyrir nokkrum dögum var hér á það minnst að enn hefði ekki frosið á Stórhöfða í Vestmannaeyjum og á Vattarnesi það sem af er mánuðinum. Það ástand stendur enn. Það er á móti líkum að frostleysan endist út mánuðinn.

Samt er eðlilegt að spurt sé um hæsta mánaðarlágmark janúarmánaðar. Á Stórhöfða er talan -1,2 stig og stendur frá árinu 1973 (sem varð reyndar heldur dapurt hvað hita snertir). Líkurnar á því að þetta met haldi eru meiri heldur en líkurnar á frostleysu - og vaxa eftir því sem nær dregur mánaðamótum.

En skyldu einhverjar aðrar stöðvar vera í methugleiðingum? Gerð var skyndikönnun á málinu og litið aftur til 1949 - við látum eldri athuganir bíða þar til nær dregur mánaðamótum (ef eitthvað heldur). Þegar gerður er listi yfir hæstu mánaðalágmörk janúar á núverandi mönnuðum stöðvum kemur í ljós að 12 stöðvar af 21 eru í methugleiðingum - tvær hafa jafnað fyrra met en sjö stöðvar hafa nú þegar sprungið í hlaupinu, þar á meðal Reykjavík. Ekki munar þó nema 0,1 stigi á metinu þar, -4,3, og þeim -4,4 stigum sem mældust þann 11. síðastliðinn.

Hér er listi yfir þær stöðvar sem enn eiga möguleika á meti - aftasti dálkurinn sýnir borð fyrir báru. Það er mest á Skjaldþingsstöðum og í Miðfjarðarnesi. Tölur eru í °C.

stöðlágm2014metármism
Skjaldþingsstaðir-3,5-9,319965,8
Miðfjarðarnes-2,2-7,220135,0
Sauðanesviti-0,7-4,220133,5
Mánárbakki-3,2-6,520013,3
Grímsstaðir-8,0-11,220013,2
Bláfeldur-1,9-4,320132,4
Hólar í Dýrafirði-5,5-7,520092,0
Ásgarður-4,1-6,020131,9
Dalatangi-0,2-2,019501,8
Höfn í Hornafirði-1,8-3,619741,8
Akureyri-6,2-7,819901,6
Keflavíkurflugvöllur-2,7-3,519730,8

Nokkuð kalt verður í nótt (aðfaranótt föstudags 24. janúar) og trúlegt er að einhverjar þessara stöðva heltist strax úr lestinni. En hver veit.

Við megum taka eftir því að janúar í fyrra (2013) á fjögur met í töflunni - og fjögur standa líka á þeim stöðvum sem örugglega ná ekki meti í ár.


Bloggfærslur 24. janúar 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 172
  • Sl. sólarhring: 302
  • Sl. viku: 1390
  • Frá upphafi: 2485855

Annað

  • Innlit í dag: 159
  • Innlit sl. viku: 1213
  • Gestir í dag: 153
  • IP-tölur í dag: 153

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband