Um frostleysu í janúar (og fleiri mánuðum)

Spurt hefur verið um hvort ekki sé óvenjulegt að íslensk veðurstöð sleppi í gegnum janúarmánuð án þess að hiti fari niður fyrir frostmark.

Því er til að svara að það er svo óvenjulegt að það hefur bara ekki komið fyrir hingað til. Sú stöð sem líklegust er til slíkra afreka er Surtsey. - En ekkert hefur frést þaðan um nokkra hríð og dýrt að gera út leiðangur til viðgerða.

Ólíklegt er að breyting verði á nú. Reyndar standa málin svo í dag (mánudaginn 20. janúar) að enn hefur ekki frosið á Stórhöfða - né í Vattarnesi og í Seley er lægsta lágmark mánaðarins til þessa 0,0 stig.

Veðurstöðin í Surtsey náði þeim athyglisverða árangri í fyrra (2013) að komast í gegnum febrúarmánuð án frosts - fyrst íslenskra veðurstöðva. - Enda hefur hún staðsetninguna í forgjöf.

Það hefur gerst tvisvar að veðurstöð hefur sloppið við frost í mars og þá á tveimur stöðvum hvoru sinni. Í mars 1929 mældist lægsti hiti mánaðarins 0,2 stig í Hólum í Hornafirði og 0,4 stig í Vík í Mýrdal. Í mars 1963 var lægsta lágmark á Stórhöfða 0,3 stig og 0,7 stig á Loftsölum í Mýrdal.

Engin stöð hefur sloppið án frosts í desember og það er reyndar furðusjaldan sem stöðvar sleppa alveg við frost í apríl og nóvember. Meira að segja er októberlistinn ekki mjög langur. En e.t.v. mætti segja frá því í smáatriðum síðar - drukkni hungurdiskar ekki áður í innrænu eða útrænu bulli (eða mannviti, kjósi menn það orð frekar).


Bloggfærslur 21. janúar 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 158
  • Sl. sólarhring: 290
  • Sl. viku: 1376
  • Frá upphafi: 2485841

Annað

  • Innlit í dag: 148
  • Innlit sl. viku: 1202
  • Gestir í dag: 143
  • IP-tölur í dag: 143

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband