17.1.2014 | 01:54
Smávegis um árstíðasveifluna
Við förum aðeins út fyrir þægindarammann (rétt einu sinni) og lítum á árstíðasveiflu hæðar 500 hPa-flatarins og þykktarinnar yfir landinu. Hér verða fyrir meðaltöl allra mánaða frá janúar 1995 að telja og til nýliðins desember. Fyrst er það þykktin.
Lárétti ásinn sýnir árin - merkt er með tveggja ára bili. Lóðrétti ásinn er þykktin í dekametrum (1 dekametri = 10 metrar). Þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Af eðlilegum ástæðum er hún miklu meiri að sumarlagi heldur en á vetrum. Hér er auðvelt að telja hvort sem er toppa eða dældir - allt er með reglulegum hætti. Andardráttur sumars og vetrar leynir sér ekki.
En í myndinni eru líka mörg smáatriði. Neðstu dældir (gjár) ritsins eru kaldir mánuðir. Allra lengst til vinstri eru þrír mánuðir í röð undir 5200 metrum. Þetta eru janúar til mars 1995, mars sjónarmun kaldari en hinir. Í samkeppni um neðsta sætið eru líka febrúar 2002 og desember 2011 - góðkunningjar meðalhitanörda.
Efst teygir sig ágúst 2006 - einn af mjög hlýjum ágústmánuðum nýrrar aldar, en þó ekki sá hlýjasti hér í niðurheimum lofthjúpsins. En mun verra samband er á milli mánaðarmeðalþykktar og mánaðarmeðalhita að sumarlagi heldur en er á vetrum. Sambandið er reyndar lakast í ágúst (en nokkuð gott samt). Það er einmitt frá miðjum júní, í júlí og ágúst sem sjávarloftið er ágengast við landið og líklegast til að kæla það - án íhlutunar háloftanna.
Við skulum líka taka eftir vöntun mánaða með þykkt undir 524 dekametrum 2003 og 2004.
En þá er það 500 hPa hæðin:
Hér er líka auðvelt að greina að sumar og vetur - en veturnir eru mun breytilegri heldur en á þykktarmyndinni, t.d. var veturinn 2012 til 2013 hálfmisheppnaður - þar er enginn mánuður áberandi lágur. Desember síðastliðinn nær góðu máli - rétt eins og hinn kaldi bróðir hans 2011. Að sumarlagi var hikstinn á tímabilinu mestur 2001. Þá var hæðin í júní og september meiri heldur en í júlí og ágúst. Dálítið misheppnað - ef ritstjórann misminnir ekki var sumarið sérlega skúrasælt á hálendinu. Sólin að reyna að bæta úr skorti á hlýjum háloftum. Síðastliðið sumar (2013) er toppurinn fremur mjósleginn heldur en stýfður - en er þarna samt.
Það er ágætt að stara aðeins á þessar myndir - en varist að láta þær valda spennu.
Bloggfærslur 17. janúar 2014
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 164
- Sl. sólarhring: 296
- Sl. viku: 1382
- Frá upphafi: 2485847
Annað
- Innlit í dag: 153
- Innlit sl. viku: 1207
- Gestir í dag: 147
- IP-tölur í dag: 147
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010