16.1.2014 | 01:39
Enn á hlýju hliðinni
Þegar janúar er hálfnaður er hiti enn talsvert yfir meðallagi á landinu. Sömuleiðis er meðalhiti síðustu 30 daga yfir meðallagi síðustu tíu ára. Hann lítur svona út:
stöð | mhiti | vik | ||
1 | 1,50 | 0,85 | Reykjavík | |
178 | 0,50 | 0,45 | Stykkishólmur | |
252 | 0,04 | 0,52 | Bolungarvík | |
422 | 0,51 | 1,58 | Akureyri | |
620 | 2,29 | 0,98 | Dalatangi |
Akureyri er komin nærri 1,6 stig upp fyrir meðaltal, en landið norðvestanvert liggur neðar - þar hefur norðaustanáttin verið þrálátust.
En meðalhitinn fyrstu 15 daga janúarmánaðar gerir enn betur. Sé búinn til listi yfir meðalhita þann tíma í Reykjavík frá 1949 að telja lendum við nú í 14. sæti að ofan (af 65). Það verður að teljast gott miðað við ríkjandi vindátt - en auðvitað er langt upp í hlýjasta fyrri hlutann. Mikil hlýindi koma aðeins í suðlægum áttum.
stöð | ár | tímabil | mhiti | vik6190 | vik0413 | ||||
1 | 2014 | 1. til 15. janúar | 2,48 | 2,97 | 1,94 | Reykjavík | |||
178 | 2014 | 1. til 15. janúar | 1,07 | 2,29 | 1,10 | Stykkishólmur | |||
422 | 2014 | 1. til 15. janúar | 1,31 | 3,49 | 2,38 | Akureyri | |||
620 | 2014 | 1. til 15. janúar | 2,86 | 2,56 | 1,45 | Dalatangi | |||
705 | 2014 | 1. til 15. janúar | 3,71 | 4,34 | 3,12 | Höfn | |||
stöð | ár | tímabil | úrkoma | úrkvik | loftþrýs | vik | |||
1 | 2014 | 1. til 15. janúar | 14,3 | -21,1 | 989,2 | -12,4 | Reykjavík | ||
178 | 2014 | 1. til 15. janúar | 8,1 | -24,0 | 993,3 | -10,3 | Stykkishólmur | ||
422 | 2014 | 1. til 15. janúar | 53,8 | 27,2 | 995,7 | -8,0 | Akureyri | ||
620 | 2014 | 1. til 15. janúar | 146,5 | 83,7 | 993,6 | -9,6 | Dalatangi | ||
705 | 2014 | 1. til 15. janúar | 116,5 | 78,0 | 990,4 | -13,5 | Höfn |
Efri hluti töflunnar að ofan sýnir meðalhitann 1. til 15. janúar á nokkrum stöðvum bæði miðað við 1961 til 1990 og 2004 til 2013 - vikin eru stór.
Úrkomu er misskipt á landið - afleiðing eindreginnar austan- og norðaustanáttar. Úrkoman í Reykjavík er aðeins 40 prósent af meðallagi 1961 til 1990 og þurrkurinn er enn meiri í Stykkishólmi. Á Akureyri er úrkoman tvöfalt meðallag. Loftþrýstingur er enn langt undir meðallagi.
Úrkoman hefur verið mest á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði - þar hafa mælst 314,2 mm það sem af er mánuði. Þurrkur hefur verið mestur um landið vestanvert. Ekki hefur frést af nema 0,2 mm á Brúsastöðum í Vatnsdal - en þar vantar reyndar fréttir af tveimur dögum. Sú vöntun er auðvitað bagaleg.
Tölvuspár gera ráð fyrir hita ofan meðallags næstu daga (að vísu ekki alveg samfellt) - en engin raunveruleg hlýindi eru sjáanleg - né mikill kuldi. En það má komast langt á seiglunni. Janúar í fyrra endaði í 2,72 stigum í Reykjavík og 1,04 stigum á Akureyri. Lengra er í hlýjustu janúarmánuðina og varla nokkur von til þess að við komumst nú í námunda við þá.
Vísindi og fræði | Breytt 19.1.2014 kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (74)
Bloggfærslur 16. janúar 2014
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 166
- Sl. sólarhring: 297
- Sl. viku: 1384
- Frá upphafi: 2485849
Annað
- Innlit í dag: 154
- Innlit sl. viku: 1208
- Gestir í dag: 148
- IP-tölur í dag: 148
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010