Enn á hlýju hliðinni

Þegar janúar er hálfnaður er hiti enn talsvert yfir meðallagi á landinu. Sömuleiðis er meðalhiti síðustu 30 daga yfir meðallagi síðustu tíu ára. Hann lítur svona út:

stöðmhitivik  
11,500,85 Reykjavík
1780,500,45 Stykkishólmur
2520,040,52 Bolungarvík
4220,511,58 Akureyri
6202,290,98 Dalatangi

Akureyri er komin nærri 1,6 stig upp fyrir meðaltal, en landið norðvestanvert liggur neðar - þar hefur norðaustanáttin verið þrálátust.

En meðalhitinn fyrstu 15 daga janúarmánaðar gerir enn betur. Sé búinn til listi yfir meðalhita þann tíma í Reykjavík frá 1949 að telja lendum við nú í 14. sæti að ofan (af 65). Það verður að teljast gott miðað við ríkjandi vindátt - en auðvitað er langt upp í hlýjasta fyrri hlutann. Mikil hlýindi koma aðeins í suðlægum áttum.

 

stöðár tímabilmhiti vik6190vik0413   
12014 1. til 15. janúar2,482,971,94  Reykjavík
1782014 1. til 15. janúar1,072,291,10  Stykkishólmur
4222014 1. til 15. janúar1,313,492,38  Akureyri
6202014 1. til 15. janúar2,862,561,45  Dalatangi
7052014 1. til 15. janúar3,714,343,12  Höfn
          
stöðár tímabilúrkomaúrkvikloftþrýsvik  
12014 1. til 15. janúar14,3-21,1989,2-12,4 Reykjavík
1782014 1. til 15. janúar8,1-24,0993,3-10,3 Stykkishólmur
4222014 1. til 15. janúar53,827,2995,7-8,0 Akureyri
6202014 1. til 15. janúar146,583,7993,6-9,6 Dalatangi
7052014 1. til 15. janúar116,578,0990,4-13,5 Höfn

Efri hluti töflunnar að ofan sýnir meðalhitann 1. til 15. janúar á nokkrum stöðvum bæði miðað við 1961 til 1990 og 2004 til 2013 - vikin eru stór.

Úrkomu er misskipt á landið - afleiðing eindreginnar austan- og norðaustanáttar. Úrkoman í Reykjavík er aðeins 40 prósent af meðallagi 1961 til 1990 og þurrkurinn er enn meiri í Stykkishólmi. Á Akureyri er úrkoman tvöfalt meðallag. Loftþrýstingur er enn langt undir meðallagi.

Úrkoman hefur verið mest á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði - þar hafa mælst 314,2 mm það sem af er mánuði. Þurrkur hefur verið mestur um landið vestanvert. Ekki hefur frést af nema 0,2 mm á Brúsastöðum í Vatnsdal - en þar vantar reyndar fréttir af tveimur dögum. Sú vöntun er auðvitað bagaleg.

Tölvuspár gera ráð fyrir hita ofan meðallags næstu daga (að vísu ekki alveg samfellt) - en engin raunveruleg hlýindi eru sjáanleg - né mikill kuldi. En það má komast langt á seiglunni. Janúar í fyrra endaði í 2,72 stigum í Reykjavík og 1,04 stigum á Akureyri. Lengra er í hlýjustu janúarmánuðina og varla nokkur von til þess að við komumst nú í námunda við þá.


Bloggfærslur 16. janúar 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 166
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 1384
  • Frá upphafi: 2485849

Annað

  • Innlit í dag: 154
  • Innlit sl. viku: 1208
  • Gestir í dag: 148
  • IP-tölur í dag: 148

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband