Hlýindi síðustu daga

Þótt við séum langt frá öllum metum má vel geta þess að hiti síðustu 30 daga er nú að komast upp fyrir meðaltal síðustu tíu ára - langt ofan meðaltalsins 1961 til 1990.

Þetta er svona á fáeinum stöðvum:

stöðmhitivik nafn
11,000,11 Reykjavík 
1780,25-0,30 Stykkishólmur
252-0,30-0,44 Bolungarvík
422-0,130,51 Akureyri
6202,220,76 Dalatangi

Reykjavík er rétt ofan við meðaltalið en Akureyri komin 0,5 stig upp fyrir það og Dalatangi 0,8 stig. Norðvesturhluti landsins þar sem veðrið hefur verið verst upp á síðkastið liggur enn neðan hlýindaárameðaltalsins.

En lítum líka á fyrstu níu daga janúarmánaðar:

stöðár tímabil mhitivik6190 stöð
12014 1. til 9. janúar  2,843,45 Reykjavík 
1782014 1. til 9. janúar  1,162,54 Stykkishólmur
4222014 1. til 9. janúar  1,854,35 Akureyri
6202014 1. til 9. janúar  3,193,11 Dalatangi
7052014 1. til 9. janúar  4,455,4 Höfn
         
      vik0412  
12014 1. til 9. janúar  2,842,02 Reykjavík 
1782014 1. til 9. janúar  1,160,66 Stykkishólmur
2522014 1. til 9. janúar  0,090,1 Bolungarvík
4222014 1. til 9. janúar  1,852,34 Akureyri
6202014 1. til 9. janúar  3,191,53 Dalatangi
7052014 1. til 9. janúar  4,453,96 Höfn

Efri taflan sýnir samanburðinn við 1961 til 1990 - Höfn er 5,4 stigum ofan þess meðallags, en nærri 4 stigum ofan við hlýindaárin. Bolungarvík liggur í því meðaltali (það er opinberlega ekki til fyrir þá stöð 1961 til 1990 - en er auðvitað til samt).

Janúar fer þannig vel af stað í hita. Ekki er spáð sérstökum hlýindum næstu daga en ekki miklum kuldum heldur þannig að breytingar verða varla miklar á þessum tölum fyrr en síðar.

Úrkomuleysið suðvestanlands heldur áfram - en varla mikið lengur. Það er því nokkur spenningur að byggjast upp.

Tvær stöðvar hafa á fyrstu 9 dögum mánaðarins náð í land meiri úrkomu heldur en er að meðaltali allan janúar. Það eru Sauðanesviti og Tjörn í Svarfaðardal - þó hefur úrkoma áður mælst meiri á báðum stöðvum þessa fyrstu níu daga. Úrkoman á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði er nú komin upp í 290 mm frá upphafi mánaðarins.


Bloggfærslur 10. janúar 2014

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 153
  • Sl. sólarhring: 289
  • Sl. viku: 1371
  • Frá upphafi: 2485836

Annað

  • Innlit í dag: 146
  • Innlit sl. viku: 1200
  • Gestir í dag: 141
  • IP-tölur í dag: 141

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband