Meira af kulda

Í kvöld (föstudag 6. desember) kl. 19 fór hitinn við Mývatn niður í -31,0 stig. Þetta er lægsti hiti á landinu síðan 8. mars 1998. Í þeirri kuldahrinu fór hitinn lægst í -34,7 stig. Lágmarkið í kvöld er það lægsta í desember á landinu síðan 27. desember 1995. Þá mældust -31,7 stig á mönnuðu stöðinni í Möðrudal. Mývatnslágmarkið er landsdægurmet fyrir 6. desember. Nóttinni er ekki lokið en um miðnætti fór að hlýna við Mývatn þannig að líkur á frekari afrekum fara minnkandi.  

Það er mjög sjaldgæft að hitinn fari niður fyrir -30 stig hér á landi. Metið er raunar -38,0 stig sem mældust bæði í Möðrudal og á Grímsstöðum á Fjöllum 21. janúar 1918.

En dagurinn í dag skilaði auðvitað hrúgu dægurmeta. Hana má sjá í viðhenginu. Þar má einnig finna ný desembermet.

Annað viðhengi er að ósk lesanda - lágmarkshiti í Vestmannaeyjum eftir mánuðum.

Nú er spáð hlýnandi veðri - en mjög umhleypingasömu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bloggfærslur 7. desember 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 253
  • Sl. sólarhring: 354
  • Sl. viku: 1471
  • Frá upphafi: 2485936

Annað

  • Innlit í dag: 230
  • Innlit sl. viku: 1284
  • Gestir í dag: 219
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband