Aðeins meira um hita ársins 2013

Á vef Veðurstofunnar má nú  finna bráðabirgðayfirlit  um meðalhita ársins 2013 á fáeinum veðurstöðvum. Þar er tafla sem sýnir vik hita á stöðvunum frá meðaltalinu 1961 til 1990. Hlýjast var að tiltölu á Dalatanga, 1,0 stigi ofan meðallagsins, en kaldast á Stórhöfða þar sem hitinn var aðeins 0,4 stigum ofan þess.

Við skulum nú stækka töfluna aðeins og líta líka á vikin miðað við síðustu 10 ár (2003 til 2012) og sömuleiðis tímabilið hlýja 1931 til 1960. Við leyfum okkur (vegna keppnismetings) að nota tvo aukastafi.

 

stöðhiti 2013m6190m0312m3160
Reykjavík4,920,61-0,61-0,02
Stykkishólmur4,420,91-0,400,24
Bolungarvík3,730,80-0,380,03
Akureyri4,010,77-0,430,08
Egilsstaðir3,800,86-0,15#
Dalatangi4,481,00-0,12#
Teigarhorn4,560,86-0,120,26
Höfn í Hornaf.5,090,55-0,23#
Stórhöfði5,220,41-0,65-0,20
Hveravellir -0,110,98-0,23#
Árnes4,210,64-0,460,09
meðalvik0,71-0,440,07
 

Í fyrsta dálki er meðalhiti ársins 2013, síðan koma vikin, fyrst miðað við 1961 til 1990, síðan 2003 til 2012 og loks 1931 til 1960. Hér sést auðvitað best hversu ofurhlýtt tímabilið 2003 til 2012 var miðað við bæði 30 ára tímabilin. Sömuleiðis kemur í ljós að 2013 er sjónarmun hlýrra heldur en meðaltal hlýja tímabilsins 1931 til 1960.

En hvað er þá langt síðan ár varð jafnkalt og það sem nú er að líða?

 

stöðkaldara en nú
Reykjavík2000
Stykkishólmur2005
Bolungarvík2011
Akureyri2005
Egilsstaðir2012
Dalatangi2012
Teigarhorn2012
Höfn í Hornaf.2008
Stórhöfði2000
Hveravellir 2005
Árnes2005

Árið 2013 var hlýrra en 2012 á Austurlandi, í Bolungarvík er það kaldasta ár frá 2011, frá 2008 á Höfn í Hornafirði, frá 2005 í Stykkishólmi, Akureyri, á Hveravöllum og í Árnesi. Í Reykjavík og á Stórhöfða var það kaldasta ár frá 2000.

Nú verður að taka fram að þetta (2013) eru óyfirfarnar tölur og bíðum við janúar 2014 til staðfestingar meðaltalanna.


Bloggfærslur 31. desember 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 258
  • Sl. sólarhring: 358
  • Sl. viku: 1476
  • Frá upphafi: 2485941

Annað

  • Innlit í dag: 235
  • Innlit sl. viku: 1289
  • Gestir í dag: 224
  • IP-tölur í dag: 224

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband