Átjánda árið

Meðan við bíðum eftir tölum frá Veðurstofunni getum við litið á landsmeðalhita ársins 2013. Taka skal fram að þetta er óformlegt yfirlit og má vera að það hnikist eitthvað eftir að raunverulegar tölur birtast.

Myndin sýnir landsmeðalhita í byggð á tímabilinu 1870 til 2013 - við treystum því sæmilega frá 1880 og býsna vel frá 1930.

w-blogg291213 

Meðalhitinn í ár (2013) er 3,9 stig og er það 0,7 stigum ofan við meðaltalið 1961 til 1990. Þetta er átjánda árið í röð sem er ofan við þetta meðaltal. Ef trúa má reikningunum er það þó næstkaldast það sem af er 21. öldinni (ómarktækt hlýrra en árið 2005). Suðvestanlands verður það trúlega það kaldasta en víða fyrir norðan og austan var kaldara bæði 2005 og 2011.

Hitasveiflur hafa verið litlar það sem af er öldinni, að slepptu árinu 2003, og minni heldur en almennar væntingar standa til. Það telst með ólíkindum að ekki skuli hafa komið eitt einasta kalt ár í nærri tvo áratugi. En að því hlýtur að koma - nema að alræmd hnatthlýnun sé enn verri en talið hefur verið. Vonandi er ekki svo - við skulum því taka köldu ári með jákvæðum huga þegar það kemur - en 2013 var ekki það ár - 2013 er í hópi hlýju áranna.


Bloggfærslur 29. desember 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 249
  • Sl. sólarhring: 351
  • Sl. viku: 1467
  • Frá upphafi: 2485932

Annað

  • Innlit í dag: 226
  • Innlit sl. viku: 1280
  • Gestir í dag: 215
  • IP-tölur í dag: 215

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband