Úr norðri í austur?

Norðanáttin er búin að vera býsna þrálát og varla hægt að ræða um breytingar á þeirri stöðu. Á laugardag er þó sú tilbreyting uppi um landið sunnanvert að áttin verður austlægari. Hér á hungurdiskum hefur oft verið minnst á reglu (?) sem veðurfræðingar notuðust við áður en tölvuspár fóru að draga upp sannleikann (?) - eða ímynd hans.

Í hreinni norðanátt er loftþrýstingur á Reykjanesi hærri heldur en við Austfirði. En eftir því sem vindur snýst úr norðri í norðaustur verður lægðardrag í skjóli landsins sífellt meira áberandi - og þrýstimunur Reykjaness (Keflavíkurflugvallar) og Austfjarða (Dalatanga) verður minni - þar til þrýstimunurinn snýst við, loftvog stendur lægra í Keflavík heldur en á Dalatanga.

Þegar þetta gerist segir reglan að élja eða jafnvel snjókomu verði vart við ströndina suðvestanlands. Málið er kannski ekki alveg svona einfalt - það skiptir t.d. máli hversu hratt þessi viðsnúningur verður - og fleira. En látum vangaveltur um afbrigði eiga sig því nú á þetta einmitt að gerast á morgun (laugardag).

w-blogg281213a 

Kortið sýnir stöðuna kl. 17 síðdegis á laugardag. Hér er þrýstingur jafn á Reykjanesi og Austfjörðum og líkanið sér éljabakka á vesturleið skammt vestan Vestmannaeyja. Kortið er úr harmonie-líkaninu en það hefur á sér orð fyrir að gera heldur lítið úr úrkomu í óstöðugu lofti. Önnur líkön sýna þó svipað og segja öll að bakkinn fari til vesturs - nái kannski til höfuðborgarsvæðisins en kannski ekki.

Síðan á meiri austanátt að hreinsa élin burt - en áramótaveðrið er enn óráðið. Gengur e.t.v. aftur í norðaustanbelging?


Bloggfærslur 28. desember 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 263
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 1481
  • Frá upphafi: 2485946

Annað

  • Innlit í dag: 240
  • Innlit sl. viku: 1294
  • Gestir í dag: 229
  • IP-tölur í dag: 229

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband