Meir af (jóla-)vindstrengjunum tveimur

Í gær var hér fjallað um tvo vindstrengi sem munu ef spár rætast plaga okkur um jólin. Annar kemur úr norðri - breiðist frá Grænlandssundi og inn á land að kvöldi þorláksmessu. Hinn kemur úr suðaustri síðdegis á aðfangadag og fylgir einni dýpstu lægð sem sést hefur á Norður-Atlantshafi - hún gæti orðið sú dýpsta það sem af er 21. öldinni.

Við lítum á kort sem gildir kl. 21 að kvöldi þorláksmessu og sýnir hæð 925 hPa-flatarins ásamt vindstyrk, vindátt og hita í fletinum.

w-blogg221213a 

Ofurlægðin er í suðurjaðri kortsins. Þar sést það sem sést nærri því aldrei - að 925 hPa flöturinn er við það að snerta jörð. Yfirleitt er hann í mörg hundruð metra hæð - ef maður hefur ekki græna glóru er giskað á 600 metra.

Grænlandssundsstrengurinn nær hér inn á Vestfirði (eða þar um bil) með sínum 30 til 35 m/s í fjallahæð. Meira er að bætast í kalda loftið úr norðri þannig að strengurinn breiðir úr sér. Þetta loft er þó ekki sérlega kalt miðað við uppruna - en er kólnandi. Í pistli gærdagsins var fjallað um kuldapollinn litla sem er á leið til suðvesturs meðfram Grænlandi.

En hlýja loftið við lægðina er líka í framsókn, mest munar þó um það að lægðin er á hreyfingu til norðausturs og grynnist lítið. Það verður - sé að marka spár - um eða fyrir hádegi á aðfangadag að norðaustanstrengur hennar nær að teygja sig til Íslands.

Reiknimiðstöðvar eru ekki alveg sammála um framhaldið - en hér að neðan má sjá tillögu evrópureiknimiðstöðvarinnar um vind í 100 metra hæð á aðfangadagskvöld kl. 18. Rétt er að hafa í huga að upplausn líkansins nær ekki taki á landslagi og er mælt með því að smáatriði spárinnar yfir landi séu tekin með varúð.

w-blogg221213b 

Hér má sjá strengina tvo - mjög snyrtilega. Annan með bólstað við Vestfirði - en hinn við Suðausturland. Staðan er síst betri sólarhring síðar (jóladag).


Bloggfærslur 22. desember 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 256
  • Sl. sólarhring: 356
  • Sl. viku: 1474
  • Frá upphafi: 2485939

Annað

  • Innlit í dag: 233
  • Innlit sl. viku: 1287
  • Gestir í dag: 222
  • IP-tölur í dag: 222

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband