Miklar hitasveiflur

Međ góđum hlýindaspretti í lokin tókst nýliđnum nóvember ađ sleikja sig upp ađ međallagi síđustu tíu nóvembermánađa og hiti mánađarins var sćmilega yfir međallaginu 1961 til 1990. En býsna kalt var um tíma.

Ekkert lát er á stórum hitasveiflum. Í dag (sunnudaginn 1. desember) komst hiti í tveggja stafa tölur á Norđaustur- og Austurlandi ţótt ekki hafi orđiđ alveg jafnhlýtt og varđ mest í liđinni viku. En nú kólnar. Ţótt tölvuspár hafi tilhneigingu til ađ gera of mikiđ úr skammvinnum kuldaköstum er samt trúlegt ađ mjög kalt verđi hér á landi um og eftir miđja viku.

Ástćđur ţess ađ 5 til 10 daga spár gera gjarnan ráđ fyrir meiri kulda heldur en verđur liggja ekki alveg á lausu en trúlega hefur ţađ međ samskipti lofts og sjávar ađ gera. Undanfarna daga hafa reiknimiđstöđvar bođiđ upp á lćgri ţykkt en 4920 metra yfir landinu norđaustanverđu á fimmtudag/föstudag. Hvort svo verđur kemur í ljós. Í dag var ţykktin yfir landinu austanverđu vel yfir 5400 metrum. Sé ađ marka spána á neđri hluti veđrahvolfs yfir landinu ađ kólna um meir en 25 stig.

Hér er spákort sem gildir kl. 18 nćstkomandi fimmtudag (5. desember).

w-blogg021213a

Jafnţykktarlínur eru heildregnar. Ţykktin yfir Norđausturlandi er minni en 4940 metrar og um 5000 metrar yfir Faxaflóa. Litafletirnir sýna hita í 850 hPa fletinum, í um 1300 metra hćđ yfir sjávarmáli. Ef vel er ađ gáđ má sjá töluna -23 stig yfir Vatnajökli norđanverđum - ţar sem norđanáttin er ađ lyfta sér yfir jökulinn. Hver hitinn verđur viđ jörđ skal ósagt látiđ - ţađ fer eftir vindhrađa og útgeislunarađstćđum. Svo auđvitađ ţví hvort ţessi veđrahvolfsspá rćtist.

Ţađ versta viđ svo lága ţykkt er ekki endilega kuldinn sem slíkur heldur sú ólga sem verđur í samskiptum lofts og sjávar í nágrenni landsins og gerir allar spár ótryggari en venjulega. - En taka skal fram ađ enn eru reiknimiđstöđvar á ţví ađ ţetta gangi rólega fyrir sig.

Svo eru ţađ lok kastsins. Evrópureiknimiđstöđin skellir á ţađ strax á laugardag og á sunnudagskvöld á kortiđ ađ líta út eins og sjá má hér ađ neđan.

w-blogg021213b

Ótrúleg breyting ţađ - hér er ţykktin yfir Norđausturlandi komin upp í 5520 metra - hćkkun um nćrri 600 metra á ţremur dögum og hćsti 850 hPa hitinn yfir landinu á ađ hafa hćkkađ um 31 stig. Fyrst 25 stiga kólnun á fjórum dögum og síđan 30 stiga hlýnun á ţremur. Ćtli eitthvađ bregđist ekki í ţessu? 


Bloggfćrslur 2. desember 2013

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 253
  • Sl. sólarhring: 354
  • Sl. viku: 1471
  • Frá upphafi: 2485936

Annađ

  • Innlit í dag: 230
  • Innlit sl. viku: 1284
  • Gestir í dag: 219
  • IP-tölur í dag: 219

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband