Næsta lægð er við Nýfundnaland

Lægðirnar kröppu sem gengu nærri Færeyjum í gær og dag (sunnudag 15. desember) voru litlar um sig þegar þær dýpkuðu hvað mest. Síðari lægðin þó aðeins stærri. Svo er að heyra að allmiklir skaðar hafi orðið í Færeyjum. Hvasst varð um tíma sums staðar austanlands í dag og sömuleiðis olli lægðin miklu hvassviðri og einhverju tjóni í Skotlandi. 

Næsta lægð verður að sögn álíka djúp og þær fyrri en talsvert fyrirferðarmeiri. Það þýðir að vindur verður almennt minni - en nægur samt. Lægðin á að fara yfir Ísland á aðfaranótt miðvikudags. Klukkan 18 á morgun (mánudag) verður hún um 700 km austur af Nýfundnalandi.

w-blogg161213a

Hún verður þá um 974 hPa í miðju en á að dýpka niður í um 950 hPa á leið hingað til lands. Það háir lægðinni aðeins - ef svo má segja - að hún skilur eftir sig lægðardrag til vesturs um Nýfundnaland og hefur farið á mis við kaldasta loftið norðurundan. Hún á því rétt svo að ná inn í skilgreininguna amerísku á sprengilægð, en til að komast í þann flokk verða lægðir að dýpka um 24 hPa á sólarhring. En við verðum samt að taka lægðina alvarlega og rétt að fylgjast vel með veðurspám Veðurstofunnar.

Þessi lægð á hins vegar að leggja upp fyrir þá næstu þar á eftir sem springur út suður í hafi strax á miðvikudag. Hún á að taka 38 hPa á 24 tímum - eða svipað og Færeyjalægðirnar. Að sögn evrópureiknimiðstöðvarinnar eru Færeyjar og Skotland enn í skotlínunni - en við sleppum vonandi að mestu - en trúlega ekki alveg.

Efnislega á svipuð staða að halda áfram svo lengi sem sést. Margar krappar óðalægðir á Atlantshafi.


Bloggfærslur 16. desember 2013

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 262
  • Sl. sólarhring: 361
  • Sl. viku: 1480
  • Frá upphafi: 2485945

Annað

  • Innlit í dag: 239
  • Innlit sl. viku: 1293
  • Gestir í dag: 228
  • IP-tölur í dag: 228

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband