Fáeinar septembertölur

Og september endaði í 9,7 stigum í Reykjavík og 10,1 stigi á Akureyri. Úrkoma mældist 89,4 mm í Reykjavík og 73,2 mm á Akureyri.

Þetta eru nokkuð háar tölur, ritstjóranum sýnist að mánuðurinn sé í 9. til 12.hlýjasta sæti í Reykjavík og að á Akureyri sé aðeins vitað um fimm hlýrri septembermánuði.

Úrkoman í Reykjavík er um 30 prósent umfram meðallag áranna 1961-1990, en aftur á móti um 8 prósentum undir meðallagi septembermánaða síðustu tíu ára. Akureyrarúrkoman er hins vegar vel yfir meðaltölum beggja tímabila - en samt var talsvert meiri úrkoma þar bæði í september í fyrra og 2012.

Á Höfn í Hornafirði virðist úrkoma hafa mælst 337 mm í september - sú mesta þar í september og nánast sú sama og mest hefur mælst í október (337 mm, 1979), en heldur minni en mest í janúar (370 mm). Mælingar hófust á Höfn 1965 og stóðu til 1985, síðan var mælt í Hjarðarnesi og Akurnesi. Í Akurnesi mældist úrkoma í nóvember 2002 mun meiri en nú á Höfn, (583 mm) - þá mældist hún 672 mm í Hólum í sömu sveit. Septemberúrkomumet var nú einnig sett á Gilsá í Breiðdal, óstaðfest tala er 492 mm, talsvert meira en mest áður í september (415 mm, 1999), en mun minna en í nóvember 2002 (656 mm). Met var einnig slegið á Stafafelli í Lóni (383 mm), ómarktækt meira en eldra met (379 mm, 1990), og í Neskaupstað (tölur þó óstaðfestar).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Okt. 2017
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

 • w-blogg211017e
 • w-blogg211017d
 • w-blogg211017c
 • w-blogg211017b
 • w-blogg211017a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (21.10.): 272
 • Sl. sólarhring: 415
 • Sl. viku: 1708
 • Frá upphafi: 1497606

Annað

 • Innlit í dag: 254
 • Innlit sl. viku: 1553
 • Gestir í dag: 236
 • IP-tölur í dag: 233

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband