Bleyta ađ sunnan

Ađ undanförnu hefur hlýtt loft haldiđ sig fjarri landinu - mjög kalt reyndar líka. Vestanátt á suđurjađri kuldapollaleikvangs norđurslóđa hefur ráđiđ mestu. Sunnar í Atlantshafi hefur vindur einnig veriđ úr vestri ađ undanförnu en lítiđ samband á milli. 

Nú gerist ţađ hins vegar ađ raka loftiđ ađ sunnan reisti kryppu sína nćgilega langt norđur til ţess ađ ađvífandi lćgđardrag úr vestri tókst ađ krafsa í ţađ og keyra norđur til okkar. 

w-blogg170717a

Hitamynd sem tekin er klukkan 17 nú síđdegis sýnir kerfin tvö. Vestanlćgđin er í austurjađri kalda lćgđardragsins - eins og venjulegast er - en önnur lćgđ kemur til móts viđ hana ađ sunnan. Sú er öllu óreglulegri á myndinni - blikubakkar hennar nokkuđ tćttir af háreistum dembuklökkum. Vestankerfiđ nćr hluta af ţessu og beinir til okkar.

w-blogg170717b

Háloftakortiđ sem gildir á svipuđum tíma og myndin sýnir ađ sama. Lćgđardragiđ úr vestri hefur gripiđ hlýtt loft og dregur ţađ til norđurs. Litir sýna ţykktina en hún mćlir hita í neđri hluta veđrahvolfs - ţví meiri sem hún er ţví hlýrra er loftiđ. 

Ţegar hlýja loftiđ rekst á fjalllendi Suđurlands lyftist ţađ og neyđist til ađ skila raka sínum í formi úrhellisrigningar. Spár eru ţó ekki alveg sammála um magniđ - enda varla hćgt ađ ćtlast til ţess. 

Svo fer í gang nokkuđ spennandi samkeppni um yfirráđ yfir landinu á milli kalda vestanloftsins og ţess hlýja úr suđri. Undanfarna daga hafa spár gengiđ öfganna á milli. Allt frá ţví ađ spá töluverđri hitabylgju um mestallt land og yfir í ríkjandi vestansvala eins og ađ undanförnu. Niđurstađan verđur líklega einskonar samsuđa - höfuđborgarsvćđiđ stendur einna verst allra landshluta í samkeppninni um ađ ná í hlýja loftiđ - suđvestanvert landiđ er nćst suđvestansvalanum og ađsókn hans. 

En skemmtideild evrópureiknimiđstöđvarinnar heldur enn áfram iđju sinni - ađ ţessu sinni má sjá á tjaldi hennar einhverja dýpstu lćgđ sem um getur í júlímánuđi - um 960 hPa í miđju - eftir rúma viku. Ţađ er eiginlega varla hćgt ađ trúa ţessu - verst ađ fyrir kemur ađ deildin hefur rétt fyrir sér. 

w-blogg170717c

Til ađ gera máliđ enn skemmtilegra er á sama korti sýnd mjög slćm lćgđ í flokknum sem Svíar kalla 5b á norđurleiđ yfir Skáni. - Ţó mjög ólíklegt verđi ađ teljast ađ spár sem ţessi rćtist er hún samt vitnisburđur um ákveđinn óróleika í veđri á norđurhveli um ţessar mundir. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

skemtileg tilbreiting. en varla er haustiđ komiđ en. svona hnukaţeyr af grćnlandjökli sem fer öfugaleiđ er skrítiđ. eru hćđarmćlíngar á jöklinum. hefur hitavirgni austan til á jöklinum áhrif veđur  en eithvađ virđist vera ađ gerast viđ bermudaţrýhirnínginn. hvort ţađ hefur áhrif á gólfsrauminnen ţessi eyja er víst vel varin af hákörlum og gattasködum. ens er víst allnokkur straumur milli lands og eyjar. skildi ţarna vera kominn skýríngin á hnökrum á golfstraumnum á seinasta ári. 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráđ) 19.7.2017 kl. 11:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 106
  • Sl. sólarhring: 109
  • Sl. viku: 1855
  • Frá upphafi: 2348733

Annađ

  • Innlit í dag: 96
  • Innlit sl. viku: 1626
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 87

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband