Júní kaldari en maí á nokkrum veðurstöðvum

Maímánuður var óvenjuhlýr, ekki síst um landið norðaustanvert. Eins og fjallað var um í pistli hungurdiska fyrir nokkru voru því töluverðar líkur á því að hann yrði hlýrri en júní. Þó júní væri ekki sérlega kaldur var hann samt nægilega kaldur til þess að svona færi á nokkrum stöðvum.

Júní 2017 kaldari en maí     
stöðármaíhitijúníhmism nafn
427520172,531,58-0,95 Gagnheiði
359620175,685,26-0,42 Rauðhálsar
347420174,674,27-0,40 Vaðlaheiði
450020176,486,17-0,31 Þeistareykir
483020176,656,34-0,31 Möðrudalur
263620172,332,04-0,29 Þverfjall
596020174,854,57-0,28 Hallormsstaðaháls
349020176,215,95-0,26 Gæsafjöll
432320176,766,53-0,23 Grímsstaðir á Fjöllum
430020177,577,37-0,20 Mývatn
401920176,216,02-0,19 Upptyppingar
324220178,258,08-0,17 Nautabú
300720175,795,65-0,14 Austurárdalsháls
167920175,675,58-0,09 Skarðsheiði Miðfitjahóll
322320178,178,1-0,07 Brúsastaðir
329220176,446,39-0,05 Svartárkot
338020177,887,83-0,05 Reykir í Fnjóskadal
597020173,893,86-0,03 Hallsteinsdalsvarp

Langmestur munur var á Gagnheiði - enda maí alveg sérlega hlýr þar „á bæ“. En af listanum má sjá að stöðvarnar eru annað hvort á háfjöllum eða langt inni í landi. Helst að athygli veki að sjá Brúsastaði í Vatnsdal og Nautabú á listanum. 

Vegagerðarstöðvarnar sýna svipað landfræðilegt mynstur:

stöðármaíhitijúníhmism nafn
3408720175,24,80-0,40 Oddsskarð
3438220175,234,88-0,35 Vatnsskarð eystra
3342420175,885,56-0,32 Þverárfjall
3432620175,795,50-0,29 Biskupsháls
3209720174,984,73-0,25 Holtavörðuheiði
3349520176,556,31-0,24 Hólasandur
3343120175,975,75-0,22 Vatnsskarð
3441320176,56,28-0,22 Mývatnsöræfi
3339420176,336,15-0,18 Mývatnsheiði
3345120178,628,49-0,13 Miðsitja í Skagafirði
3414820176,025,94-0,08 Jökuldalur
3335720175,385,31-0,07 Öxnadalsheiði
3434820175,285,21-0,07 Vopnafjarðarheiði
3357620176,286,22-0,06 Víkurskarð
3473320175,65,55-0,05 Hálsar
3423820174,944,92-0,02 Möðrudalsöræfi II
3239020174,744,73-0,01 Ennisháls

En á öllum öðrum stöðvum var júní hlýrri en maí - eins og vera ber. Á landsvísu munaði 0,9 stigum, mun minna en að meðaltali 1961 til 1990. Þá hlýnaði venjulega um +3,1 stig frá maí fram í júní. - En slíkt var mjög ólíklegt nú, þá hefði júní orðið sá langhlýjasti frá upphafi mælinga, +0,8 stigum hlýrri en hlýjasti júnímánuður sem vitað er um til þessa, en það er 2014 sem situr í því sæti. 

En aðstæður eru fjölbreyttar frá stöð til stöðvar, að þessu sinni hlýnaði um +3,0 stig á einni stöð, Setri, suðvestan Hofsjökuls.

stöðármaíhitijúníhmism nafn
674820171,624,633,01 Setur
676020174,116,112,00 Þúfuver
617620178,089,991,91 Skarðsfjöruviti
577720175,217,081,87 Papey
647220174,115,961,85 Laufbali
136120177,829,621,80 Grindavík
598820175,487,271,79 Vattarnes
587220176,298,071,78 Teigarhorn
521020176,978,741,77 Ingólfshöfði
531620177,599,361,77 Kvísker
588520175,186,941,76 Kambanes
601220177,649,371,73 Surtsey

Taflan sýnir þær stöðvar þar sem mest hlýnaði milli mánaðanna. Ekki er alveg víst að maítala Seturs sé rétt - þetta var kaldasta stöð landsins að tiltölu í maí. En víst er að þar var óvenjumikill snjór í maí og hefur bráðnun hans áreiðanlega haldið hita mánaðarins í skefjum. Svipuð tilhneiging er í Þúfuveri og við Laufbala, þó munurinn sé þar stiginu minni en í Setri. Aðrar stöðvar eru við sjávarsíðuna um landið sunnan- og austanvert þar sem sjór heldur hita niðri á vorin. 

Við skulum að lokum líta á mestu hitabreytingar sem vitað er um á milli mánaðarmeðalhita maí - og júnímánaðar. Fyrst þau tilvik þegar júní var kaldari en maí.

röðstöðármaíhitijúníhmism nafn
149519286,53,74-2,76 Grímsstaðir
246819287,485,10-2,38 Reykjahlíð
347719288,056,05-2,00 Húsavík
429519286,454,64-1,81 Grænhóll
529519465,994,24-1,75 Kjörvogur
556219286,354,60-1,75 Dratthalastaðir
747719469,057,35-1,70 Húsavík
856419286,354,70-1,65 Nefbjarnarstaðir
928419465,453,90-1,55 Horn á Hornströndum
940219466,655,10-1,55 Siglunes

Júní 1928 hefur valdið miklum vonbrigðum eftir hlýjan maí. Svipað hefur verið 1946. Þessir tveir mánuðir taka öll sætin á listanum, kólnunin á Grímsstöðum mest, -2,8 stig á milli maí og júní 1928. Stöðvarnar eru annars vegar á svipuðum slóðum og á lista ársins í ár, en hér eru líka nefndar stöðvar á Ströndum - og svo Siglunes. 

Hinn endi listans - mest hlýnun frá maí til júní er hér að neðan.

röðstöðármaíhitijúníhmism nafn
14901906-1,469,7711,23 Möðrudalur
14951906-1,589,6511,23 Grímsstaðir
349019091,2411,8710,63 Möðrudalur
44901979-4,266,3010,56 Möðrudalur
55421979-3,516,9610,47 Brú á Jökuldal I
64681979-2,877,5410,41 Reykjahlíð
74621979-3,486,8810,36 Mýri
849018910,4910,8210,33 Möðrudalur
849518910,3710,7010,33 Grímsstaðir
104901888-1,618,5710,18 Möðrudalur
104951888-1,738,4510,18 Grímsstaðir

Gríðarlega kalt var í maí 1906 og 1979 og gott tilefni til stökks yfir í júní. Svipað var uppi á teningnum 1891 og 1888. Árið 1909 var það júní sem var óvenjuhlýr frekar en að maí væri óvenjukaldur. Á þessum lista eru aðeins stöðvar langt inni í landi norðaustanlands. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég er því áhyggjulaus af hlýnun á minni jörð; Íslandi! 

Helga Kristjánsdóttir, 3.7.2017 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 25
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 516
  • Frá upphafi: 2343278

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 468
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband