Hlýindi framundan?

Evrópureiknimiðstöðin spáir nú hita yfir meðallagi næstu 10 daga. Ekki er þó á vísan að róa með það - frekar en venjulega. Meðaltöl eru alltaf meðaltöl einhvers - sem getur verið nánast hvað sem er - nú og svo getur spáin líka verið röng. - En við freistumst samt til að horfa á hana.

w-blogg190117a

Jafnhæðarlínur eru heildregnar - jafnþykktarlínur strikaðar. Spáð er ríkjandi suðvestanátt í háloftum - með hæðarsveigju - enda er líka spáð úrkomu langt umfram meðallag um landið sunnan- og vestanvert. 

Þykktarvik eru lituð. Hlýindin í Norður-Kanada sprengja kvarðann - og einnig er miklum hlýindum spáð í sunnanverðri Skandinavíu - varla nýtist það þó í dölum austan Kjalar - nema kröftugir vindar blási á sama tíma. Mjög köldu er spáð á Spáni - þar snjóar víða - en sól er hátt á lofti (miðað við það sem hér er) og fljót að bræða komist hún milli skýja. 

Annars hefur mánuðurinn til þessa verið nærri meðallagi aldarinnar okkar á flestum sviðum - en hlýrri en tíðkaðist lengst af á þeirri síðustu - svo ekki sé talað um hina þarsíðustu - þá „sem leið“. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gjörbreytt spá núna. Frost frá og með miðvikudeginum og hörkufrost aðra helgi!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 21.1.2017 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 139
  • Sl. sólarhring: 318
  • Sl. viku: 1455
  • Frá upphafi: 2349924

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 1321
  • Gestir í dag: 117
  • IP-tölur í dag: 113

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband