Ekkert lát á hlýindunum?

Svo virðist sem hlýindi ætli enn um hríð að liggja hér við land - reiknimiðstöðvar spá suðlægum áttum svo langt sem augað eygir - kannski ekki alveg upp á hvern einasta dag en nægilega þaulsetnum samt til þess að halda hita langt ofan meðallags flesta daga.

w-blogg081216a

Litirnir á kortinu sýna hitavikaspá evrópureiknimiðstöðvarinnar næstu tíu daga og gildir hún fyrir 850 hPa-flötinn - sem er í jöklahæð hér á landi. Heildregnar línur sýna meðalsjávarmálsþrýsting og er greinileg lægðasveigja á jafnþrýstilínunum - ætli það bendi ekki til þess að lægðir verði eitthvað ágengari en verið hefur. - Sunnanáttin næstu vikuna meira í austurjaðri lágþrýstisvæðis heldur en vesturjaðri háþrýstings. 

Hita á Íslandi er hér spáð 4 til 6 stigum ofan meðallags. Vik við jörð e.t.v. eitthvað minni - en samt er þetta óvenjulegt. Fremur svalt hefur verið víða í Evrópu að undanförnu - sé spáin rétt verður mjög hlýtt þar líka næstu vikuna - en kólnandi vestanhafs. 

Við skulum til gamans líta á kort sem sýna hitavik (í 850 hPa) í tveimur hlýjustu desembermánuðum sem við þekkjum - kortin ná yfir allan mánuðinn í báðum tilvikum.

w-blogg081216b

Hér má sjá vikin í desember 1933 - en þá var afspyrnuhlýtt hér á landi - þetta er almennt hlýjasti desembermánuður allra tíma um landið norðan- og austanvert. Hvort greiningardeild evrópureiknimiðstöðvarinnar er hér með allt á réttu róli skal ósagt látið. 

w-blogg081216c

Hlýindin virðast hafa verið enn útbreiddari í desember 2002 - en sá mánuður telst hlýjastur almanaksbræðra sinna á landinu í heild. 

Í báðum tilvikum var sunnanáttin mjög eindregin - rétt eins og nú hefur verið og spáð er næstu daga. 

En enn er ekki liðin nema vika af desember í raunheimum - rétt að hafa í huga að tíudagakortið hér að ofan er bara spá úr reiknisýndarheimi. Svo vitum við að sjálfsögðu ekkert um síðari hluta mánaðarins - hvernig þá fer með. Mikill öldugangur er á norðurhveli - hlýtt loft teygir sig langt til norðurs - svo er líka kalt loft á ferð langt suður á bóginn - fjarri heimaslóð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vonandi rætist þettað. því gróðurin verður aðeins að minka rakan í jarðveiginum ef ekki á ílla að fara í vor. mun úrkoma ekki mínka á næstuni smá súld gerir lítið það sígur niður þrátt fyrir það. stórrigníng  er annað mál

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.12.2016 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 36
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 434
  • Frá upphafi: 2343347

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 390
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband