Hlýjasta haustið?

Svo virðist sem haustið (október og nóvember) hafi orðið það hlýjasta frá því að mælingar hófust á landinu í heild. Byggðameðaltalið reiknast 5,1 stig,3,3 stigum ofan haustmeðaltals áranna 1961 til 1990 og 2,5 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára. 

w-blogg011216a

Á myndinni má sjá að hitinn nú sker sig mjög úr því sem algengast hefur verið á síðari árum - meira að segja sýnast hin annars ágætu hlýindi á sama tíma árs 2002 einhvern veginn dvergvaxin í samanburði. Helstu keppinautarnir eru í nokkuð fjarlægri fortíð, næsthlýjast var 1945, meðalhiti aðeins sjónarmun lægri en nú, 4,9 stig, og 1915, 1920, 1941 og 1958 voru öll ofan 4,0 stiga. 

Nú er auðvitað spurningin hvort hlýhaustaklasi sé í nánd eins og hægt var að tala um fyrir um það bil 55-75 árum þegar hlý haust voru tiltölulega algeng - eða hvort haustið 2016 verður meira stakt eins og 1915, en frá því ofurhlýja hausti liðu ekki nema tvö ár til þess kaldasta á öllu tímabilinu, 1917. 

Um þá framtíð er ekki nokkur leið að spá með vissu - frekar en venjulega. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Geturðu gert eins mynd um úrkomuna, sbr.: "Mjög úrkomusamt hefur verið í haust. Samanlögð úrkoma október og nóvembermánaða hefur aldrei mælst meiri í Reykjavík en nú, 334,3 mm"?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 1.12.2016 kl. 07:10

2 identicon

Ég er einn af þeim sem fylgist spenntur með meðalhitanum og þeim pælingum öllum.

Það hefur verið fjallað um að árið í heild er með þeim hlýustu í Reykjavík en vanti samt nokkuð (mikið ?) uppá toppsætið.

Hvað þarf meðalhitinn í Desember að verða til að árið nái toppsæti - er það algjörlega óraunhæft hátt hitastig eða hvað ?

Nú eru mikil hlýindi miðað við desemeber og eiginlega algjörlega ótrúlegar langtímaspárnar sem við sjáum (fyrir Reykjavík), næstu 10 dagar frostlausir !!

Sigþór (IP-tala skráð) 1.12.2016 kl. 17:07

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Mynd er hægt að gera Torfi - vel má vera að ég geri hana. Sigþór - meðalhiti í Reykjavík þarf að ná 4,5 til 4,6 stigum í desember til að jafna árshitametið - það yrði þá jafnframt desemberhitamet. Það er harla ólíklegt að slíkt gerist en fyrirfram ekki alveg ómögulegt -

Trausti Jónsson, 1.12.2016 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 14
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 2343325

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 370
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband