Mal um fárviðri í Reykjavík

Allmargir staðir á landinu eru ef til vill veðursælli en Reykjavík, en þegar á allt er litið er höfuðborgin til þess að gera veðursælt pláss. Með aukinni byggð og stórvaxnari gróðri hefur meira að segja heldur dregið úr vindi víða um bæinn - þar á meðal á Veðurstofutúni þar sem varla hreyfir nú vind miðað við það sem áður gerðist. Minna mun hafa breyst á flugvellinum þar sem hinar opinberu vindmælingar voru gerðar á árunum frá 1946 til 1973 - byggð og gróður virðist samt vera farin að hafa áhrif þar líka. 

Vindur á sjálfvirku veðurstöðvunum á Geldinganesi og uppi á Hólmsheiði - ekki langt frá jaðri byggðarinnar - sýnir þó alloft klærnar. Engan langtímasamanburð er þó að hafa á þessum stöðvum. 

Saga vindmælinga í Reykjavík er óþægilega ósamfelld - og samanburður tímabila ekki auðveldur. Vindmælarnir á flugvellinum voru t.d. mismunandi gerðar og staðsettir á þaki gamla flugturnsins - í 17 metra hæð. Staðalhæð vindmæla er hins vegar 10 metrar. Lesa má um sögu veðurathugana í Reykjavík í greinargerð Veðurstofu Íslands 1997 - auðvitað skyldulesning áhugamanna um Reykjavíkurveður - en ritstjóri hungurdiska kann hana samt ekki utanað.  

Sú er hugmynd ritstjóra hungurdiska að líta á þau tilvik þegar vindhraði á veðurstöðinni Reykjavík hefur náð fárviðrisstyrk - hvert fyrir sig í pistlum í vetur (endist honum þrek og þróttur). Munu þessir pistlar (ef einhverjir verða) birtast á stangli. Áðurnefndar ósamfellur mælinga eru þó þess eðlis að tilvikin eru mistrúverðug - mölum e.t.v. þar um þegar að því kemur - en látum aðallega sem ekkert sé. 

Þegar þetta er ritað eru liðin rúm 25 ár síðan fárviðri mældist síðast á Reykjavíkurstöðinni. Er það óvenjulangt hlé. - Kannski hefur breytt veðurlag á Veðurstofutúni eitthvað með það að gera - en ekki endilega. Illviðri eru nefnilega býsna tilviljanakennd og við ættum ekki að láta þennan „skort“ slá okkur út af laginu.

Nú eru komnir inn pistlar fyrir eftirtalin Reykjavíkurfárviðri:

2. febrúar 1991

16. febrúar 1981

24. september 1973

Og fyrir skömmu var líka fjallað um tvö önnur skyld veður (þó fárviðri teldist ekki í Reykjavík):

16. september 1936 (tveir pistlar)

25. febrúar 1980 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 123
  • Sl. sólarhring: 185
  • Sl. viku: 2365
  • Frá upphafi: 2348592

Annað

  • Innlit í dag: 108
  • Innlit sl. viku: 2071
  • Gestir í dag: 98
  • IP-tölur í dag: 98

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband