Óvenjulegur háþrýstingur

Loftþrýstingur var nærri hæstu hæðum júnímánaðar í dag, fimmtudaginn 2. júní, mældist 1036,9 hPa í Önundarhorni og á Reykjavíkuflugvelli - reyndar er loftvogin á síðarnefnda staðnum líklega örlítið of há. 

Þrýstingur hefur aðeins þrisvar mælst jafnhár eða hærri í júní hér á landi. Hæst er vitað um 1040,4 hPa í Stykkishólmi 21. júní 1939 - þá varð þrýstingur reyndar hærri en nú á fleiri stöðvum. Síðan er vitað um 1038,2 hPa í Stykkishólmi þann 9. júní árið 1903 - og 6. júní 1897 mældist þrýstingur á Akureyri 1036,9 hPa, jafnmikill og hæst nú. Reyndar er nákvæmni þessara mælinga ekki upp á aukastaf - svo vel var vart hægt að mæla hæð loftvoganna sjálfra yfir sjávarmáli á þeim tíma. - Munum að 0,1 hPa er aðeins 80 cm hæðarmunur. - Við eigum líka 1038,0 hPa úr Nesi við Seltjörn 19. júní árið 1823 - kannski er hægt að trúa því að þrýstingur þá hafi í raun og veru verið aðeins hærri en nú - en hæð loftvogarinnar er ekki vel þekkt.

w-ecm0125_nat_msl_t850_6urk_2016060212_012

Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar og gildir nú á miðnætti (2. júní kl.24). 

Enn er smámöguleiki á 1037,0 hPa - en varla nema í nótt - síðan fer hæðin að síga saman. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • w-blogg200324b
  • w-blogg200324a
  • Slide10
  • Slide9
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 37
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 435
  • Frá upphafi: 2343348

Annað

  • Innlit í dag: 31
  • Innlit sl. viku: 391
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband